Fínt fyrir austan

Heyrðu í Óskari bróður um helgina. Hann lætur vel af dvölinni í foreldrahúsum á Selfossi þrátt fyrir ólgu í bæjarstjórn Árborgar. Ekki svo að skilja að hann hlusti eftir því enda lætur hann sér stjórnmál sem vind um eyru þjóta. 

Og jafnvel ekki það heldur tekur hann allavega ekki eftir einhverjum stjórnarslitum.

Hann lá yfir X-Factor og segir, að Selfossbær ætti að reisa styttu af Einari Bárðarsyni, sem hefur komið bænum rækilega á kortið með stórglæsilegri framgöngu sem stjóri Skítamórals sem og í Idol-þáttunum og áðurnefndum X-Factor.

Ekki slæm hugmynd það og ég mælti með því að styttan af Einari myndi standa fyrir framan Kaupfélagshúsið hvar hann stal oft túrtöppum í æsku til að bleyta í pollum og henda í bíla sem óku hjá. 

Það er enginn maður með mönnum nema hann hafi komið á Selfossi, að sögn Óskars sem hefur komið á Blönduósi, í Vínarborg, Reykjavík og eflaust miklu fleiri stöðum.

Nú er spurning hvort annað hvort Einar B. eða Óskar bróðir gerist ekki bara þingmaður Sunnlendinga.

Því þá er hægt að segja: Það er enginn maður með mönnum nema hann fái "það" á Alþingi.


mbl.is Viðræður um myndun nýs meirihluta í Árborg munu standa fram á kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fá menn "það" á Alþingi?

Og talandi um skrýtnar fyrirsagnir og fréttir. Ein af betri fyrirsögnum sem ég hef rekið augun í birtist á Textavarpi RÚV fyrir nokkrum árum.

Hún var eitthvað á þessa leið: Borgarstjóri reið minnihlutanum.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var borgarstjóri í Reykjavík á þessum tíma. En sá tími var einhver hundrað ár, eða hér um bil.

Á forsíðu Vísis.is í dag birtist ekki síðri fyrirsögn. Hún var svona: Margrét ætlar að taka sæti ef hún fær það.

Hvað er þetta það? Freudíska sleipiefnið hefur aldeilis hleypt þeim á skeið sem eru þannig þenkjandi... 

Hér er auðvitað vísað til Margrétar Sverrisdóttur, sem óvænt var sagt upp starfi framkvæmdastjóra hjá Frjálslynda flokknum, en hún ætlar að taka sæti á lista flokksins ef hún fær það í leiðbeinandi forvali hjá flokknum.


mbl.is Guðjón segir Margréti þurfa tíma í aðdraganda kosninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ljóshraðahjólastóll?

superman.jpg

Þegar ég las frétt um breska eðlisfræðinginn Stephen Hawking og hugleiðingar hans um að mannkynið yrði að nema land á plánetum í fjarlægum sólkerfum til að tryggja viðurværi sitt datt mér aðeins eitt í hug: Hann fer ekki langt. 

Orðatiltækið: Hugurinn ber mig hálfa leið, á kannski betur við í þessu tilviki...


mbl.is Hawking: Mannkynið verður að nema aðrar plánetur til að komast af
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eyrarbakki sekkur í sæ...

Risaalda við strendur Íslands

Ég hef verið að fylgjast svolítið með fréttum af risaflóðbylgunni sem veðurfræðingar hafa varað við að skelli á ströndum N-Japans í dag. Þetta er skelfilegt. Er samt ekki frá því að 40 sentímetra há flóðbylgja skaði varla nokkurn mann, enda rétt svo hnédjúpt. 

Kannski stærðarhlutföllin séu öðruvísi hér á landi og í öðrum löndum.

Hver hefur t.d. séð japanska körfuknattleiksliðið? Nei, ég bara spyr... 

Eða hvað: Velti því alvarlega fyrir mér og láta veðurfræðingana í útlöndum vita af því sem er að gerast við strendur Íslands. Þangað berast hærri öldur og allt yfir 50 sentímetra háar! 

Eyrarbakki gæti sokkið í sæ! 

Og hvað með Stokkseyri?

Verður ekki að banna fólki að leita fanga í Hvalfirði þar sem ölduhæðin getur orðið allt að 20 sentímetrar!

Jesús Kristur! Ég verð að hætta að fara í bað. Þegar ég stíg ofan í það bærast öldurnar og fara upp í allt að 5 sentímetra!

Ég gæti drukknað... 


mbl.is 40 sm há flóðbylgja skall á strendur Japans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umburðarlyndi III

Útlenskir attaníossar í góðu stuði að hamast hver aftan í öðrum en einn fyrir framan.

Ég er farinn að efast um réttmæti þessa umburðarlyndis míns. Í fyrsta lagi hef ég litla þolinmæði gagnvart fordómum en finnst gaman að stríða fólki vegna kynferðis, trúar, þjóðernis, kynhneigðar og ýmissa annarra lýta. Mér finnst ekkert að því og skelli bara upp úr yfir hommum og lesbíum á Ólympíuleikum fatlaðra, en bendi á að við Óskar bróðir tókum þátt í einum slíkum fyrir nokkrum árum. 

Sömuleiðis veit ég ekki með Frjálslynda flokkinn. Veit hreinlega ekki hvort hugmyndir þeirra litist af fordómum eða nauðsyni á reglugerðum varðandi erlent fólk á Íslandi.

En ef svartir sauðir - eins og þeir sem kepptu fyrir hin ýmsu Afríkuríki eins og á HM í sumar - ná því ekki að skora mörk - eins og á HM í sumar - þá verð ég alveg hoppandi, líkt og ég benti reiðilega á í mínu fyrsta endurlífgaða bloggi hér í sumar.  

Svo veit ég hreinlega ekki hvað maður á að halda um gyðinga, Norður-Kóreumenn, flesta Bandaríkjamenn, eldri borgara sem segja að allt hafi verið gott um þarsíðustu aldamót, þynningu ósonlagsins, Hrafn Gunnlaugsson, Einar K. Guðfinnsson..... og marga fleiri. 

 


Umburðarlyndi II

Freud var alltaf með kúk og kynlíf á heilanum. Hann svaf hjá sjúklingi en hugsaði um móður sína á meðan.

Þegar mér var hugsað bæði til Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, þingmanns Frjálslynda flokksins, kynþáttafordóma, gríns að fötluðum og gömlu fólki, svörtum, gulum og Pólverjum, í gærkvöldi þá sló einni hugsun í höfuð mér:

„Ég gæti vel hugsað mér að skíta á klukkutíma fresti“.

Ekki veit ég hvernig þessi tvö mál tengjast en tel það af sálrænum toga.

Hvað ætli Sigmund Freud hefði sagt við þessu? 

 


mbl.is Fylgi Frjálslynda flokksins eykst mikið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umburðarlyndi I

Umburðarlyndi dúddinn með puttana

Þótt málaflutningur Magnús Þórs Hafsteinssonar, þingmanns Frjálslynda flokksins, hljómar í fyrstu sem örgustu fordómar þá held ég að margt sé til í því sem hann segi. Verst að fordómapúkarnir flykkjast um hann. En það eru ekki bara fordómar í garð fólks af erlendum uppruna á Íslandi sem þarf að kanna heldur margt fleira, svo sem fordómar í garð homma og lesbía, svertingja, meðlima Krossins og Betels, eldri borgara, öryrkja og einhentra. 

Sniðugt samt, að Frjálslyndi flokkurinn skuli vísa í frelsi og að því virðist víðsýni. Flokkurinn hefur upp á svo lítið að bjóða að hann ætti eiginlega að heita Einsýni eða Þröngsýni flokkurinn.

Flokkur með slíkt nafn mun örugglega verða stofnaður á næstu árum - í Færeyjum! 

Ég stóð mig að því í gær að hlusta á konu tjá sig um gleði í útvarpinu. Hún talaði svolítið óskýrt og þarf af leiðandi dró ég þá ályktun að hún væri þunglyndissjúklingur á geðlyfjum. Hún var eitthvað svo hress í þunglyndinum, að mér fannst. 

Beið bara eftir því að hún segði að þetta væri allt að koma. Hún biði eftir bjartari dögum þegar hún fengi afl, yrði glöð og svo framvegis. Það er víst til stuð, ímyndaði ég mér að hún segði. „En ég þekki það náttúrlega ekki,“ heyrðist mér hún segja brostinni og þreyttri röddu.

Svo kom hún inn á fordómana. Ég heyrði ekki beint í henni fyrir umferðarnið og þvoglumælgi - rétt eins og það væri eitthvað að henni kjálkunum. En þegar hún talaði um stórt .... (umferðaniður) og svertinga skellti ég upp úr enda grunaði mig hvað hafði komið fyrir kjálkana.

Á endanum rann hins vegar upp fyrir mér ljós: Hún var pólsk.

Það fannst mér nú ekki merkilegt enda nennti ég ekki að hlusta á einhverjar skúringakerlingar með doktorsgráðu í atferlissálarfræði og slökkti á útvarpinu.  

Næstu daga mun ég ræða um fordóma í samfélaginu undir yfirskriftinni Umburðarlyndi I-V. 



Fluttir frá Blönduósi

Reykjavík

Við Óskar bróðir eru fluttir frá Blönduósi. Þetta hefur verið í bígerð um þónokkurn tíma. Ég gafst upp á hreingerningunum og flutti til höfuðborgarinnar á nýjan leik. Óskar gafst upp á aðgerðaleysinu í atvinnuleysinu og flutti í foreldrahús á Selfoss. Hann býr þar í litlu herbergi inná Ma&Pa eins og í gamla daga. 

Þetta er yndislegt enda er maður orðinn orkubolti eftir útlegðina.

Nú komum við sterkir fram á vígvöllinn!

Ég ætlaði ekki að gera grein fyrir gengi áhættusjóðsins, sem átti að skila svo miklum hagnaði að Warren Buffett og Björgólfur Thor hefðu orðið rauðir af öfund. Hann hefur engu skilað og stendur í 100 kalli - hundrað krónur! Nokkrir miðar í Lengjunni hafa næstum því skilað vinningi og í nokkrum tilvikum var einungis einn leikur af fjórum til fimm rangur. En það er ekki nóg og þar af leiðandi hefur allt verið á niðurleið. 

En nú er þetta allt að koma. Frá og með flutningunum blæs ég nýju lífi í sjálfan mig.

Mæti uppblásinn og stæltur fram á skeiðvöllinn.

Velkominn ég! 


Svag fyrir Mercury

freddy_mercury_by_bullsik.jpg

Sat og horfði á botninn Í sjöunda himni með Hemma Gunn á Stöð 2 í gærkvöldi á meðan beðið var eftir Sópranos á RÚV. Veitti Jónsa úr Svörtum fötum sérstaka athygli. 

Verð að gangast við því að mér hefur alltaf fundist eitthvað gruggugt við Jónsann - og er ekki einn um það.

Finnst eins og hann spili með hinu liðinu.

Hann hefur reyndar alltaf neitað því, sagt um fordóma að ræða og bent á konu sína og börn því til stuðnings. 

Það má vel vera að hann spili...

Nema hvað Jónsinn settist í settið hjá Hemmanum og kynnti einhverja uppákomu austur á fjörðum þar sem hann syngur lög eftir Freddy Mercury og félaga hans í bresku hljómsveitinni Queen.

Minnir að Hemmi hafi spurt eitthvað á þessa leið (og spurningin er umorðuð): Ertu heitur fyrir Mercury?

Nei, svaraði Jónsi. En pabbi minn hefur alltaf verið svolítið "svag" fyrir honum.

Það var þá....

Hér til hliðar er mynd af Mercury í konuklæðum. Hann spilaði með hinu liðinu og klæddist leðri eins og Óskar bróðir - sem stundum setur sokka á brjóstkassann þegar hann er í glasi.  


Farsíminn er eins og gömul drottning

Ég fór með farsímann minn í viðgerð í hádeginu. Lítið um það að segja, nema hvað símskrattinn var hættur að hlaða batteríið.  Starfsmaður Símans prófaði hann, setti símann í samband og sá smáneista. Svo var það búið.

Gatið er of stórt og botninn útjaskaður, sagði hann. Tengingin nær engum neista. Það verður að skipta um botnstykkið.

Mér var aðeins hugsað til gömlu drottninganna sem fóru stórum á Laugavegi 22 þegar staðurinn var beggja blands fyrir nokkrum árum.

Ætli þær dreymi ekki um að skipta um botnstykki? 

Ég skrifaði undir eitthvað plagg og fæ farsímann aftur eftir helgi - free of charge - í óeiginlegri merkingu.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband