Tengslanetið teygt og togað yfir kokteil

Litla flugan kunngjörir að snillingur-jón hafi farið í nokkuð stórt kokteilboð á föstudagskvöldið. Teitið stóð frá klukkan 19 og stóð langt fram eftir nóttu. Tengslanetið var teygt og togað, eflt til hins ýtrasta og bönd bundin (svo vitnað til þjóðskálds sem vill ekki láta nafns síns getið). 

Af kokteilboðinu er ekki meira að segja. En Óskar Aðalsteinn, bróðir snillings-jóns er bæði sár og reiður yfir því að hafa ekki verið boðið. Hann segir:

„Þetta er svekkkjandi. Þótt ég hafi verið búsettur hjá foreldrum okkar á Selfossi í nokkrar vikur í leit að sjálfum mér þá er óþarfi að skilja mig útundan. Þetta var ömurlegt kvöld í faðmi foreldranna þar sem við lágum á meltunni öll þrjú fyrir framan skjáinn, hámuðum í okkur ís og horfðum á X-Factor. Ég hef örugglega bætt á mig nokkrum grömmum, sem vart var á bætandi.“

snillingur-jón svarar gagnrýni bróður síns i samtali við litlu fluguna á þann veg að ekki hafi hentað að koma til fjölmennrar veislu í fylgd með samkynhneigðum bróður sínum. Slíkt hefði ekki litið vel út . Þá hefði vel mátt búast við að eftir nokkur glös hefði Óskar lagst á menn og þrýst á að þeir fylgtu liði með sér í baráttunni fyrir því að stytta yrði reist af Einari Bárðarssyni umboðsmanni og plöggara á umferðareyjunni við Ölfusárbrú á Selfossi. 

Engu skipti hver niðurstaðan verði í styttumálinu. „Ég hef ekki áhuga á styttum af Einari, allra síst að hann verði það fyrsta sem ég sé þegar ég kíki á Selfoss,“ sagði snillingur-jón. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Skil ekki hvað þú hefur á móti því að rísi stytta af Einari á Selfossi. Upplagt segi ég nú bara.
Hins vegar held ég líka að betra hafi verið að halda Óskari frá samkomunni, en af annarri ástæður. Einfaldlega að óráðlegt sé að hleypa honum lausum þar sem mikið er um fjölmiðlafólk og myndavélar á lofti, hehe.

Óli Kristján (IP-tala skráð) 29.1.2007 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband