snillingur - jón verður.... félag!

Shrimp1Ég hef ákveðið að stofna félag um sjálfan mig. Félagið mun heita Litla rækjan. Félagið mun ekki sinna neinu öðru en mínum eigin dyntum og framkvæma allt það sem mér dettur í hug. Breytingarnar verða því þær að ég mun ekki lengur fjalla um sjálfan mig í fyrstu persónu heldur heyra gjörðir mínar undir framkvæmdir Litlu rækjunnar. 

Þetta er í annað sinn sem ég tek mér fyrir hendur að heyra undir félag á borð við Litlu rækjuna en fyrir nokkrum árum gerðist ég málpípa sojasósufyrirtækis í Japan.

Afleiðingarnar voru skelfilegar enda neyddist ég til að innbyrgða sojaógeð í hvert mál og virðist hafa þróað með mér átröskun og hugarvíl af öllu tagi.  

Litla rækja er hins vegar framför, að mínu viti. Fyrstu skrefin í jákvæða átt verður iðrahreinsun og bætt heilsa auk þess sem ég mun leggja áherslu á auðsöfnun með geysiháum vinningum í Lengjunni.

Heill þúsundkall verður lagður inn í sjóð og tekið af honum við tækifæri.

snillingur - jón þakkar þeim sem á hlýddu og býður alla velkomna að taka fagnandi LITLU RÆKJUNNI!

Gjöriðisvovel. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stórsniðugt! Litla rækjan slær í gegn. (Annars datt mér nú fyrst í hug einhver sóðaskapur a la Sverrir Stormsker þegar lestur hófst. Rækjulykt af ... you know what og allt þetta.)

Óli Kristján (IP-tala skráð) 25.1.2007 kl. 14:30

2 Smámynd: snillingur-jón

Litla rækjan gæti náttúrlega sett ilmvatn á markað..... Fiskilykt af málinu?

snillingur-jón, 25.1.2007 kl. 14:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband