Vel tekið í Litlu rækjuna - allt á uppleið

Netverjar hafa tekið vel í Litlu rækjuna. Einn netverji kíkti á hana í gær svo vitað sé og skrifað heilt komment í þartilgert kerfi. Því var svarað undir eins. 

Á sama tíma hefur verið ákveðið að breyta svolitlu í rekstri Litlu rækjunnar. Í fyrsta lagi mun Litla rækja framvegis heita litla rækjan - með litlu elli - auk þess sem snillingur - jón, stofnandi litlu rækjunnar og aðal hugmyndasmiður hennar, hefur tekið við stöðu stjórnarformanns.

„Ég hef þreifað lengi á litlu rækjunni frá því ég stofnaði hana í gær. Eftir mikinn vöxt hennar síðdegis hefur verið ákveðið að ég taki alfarið við stjórn hennar og sigli þessu mikla fleyi sem litla rækjan er víða. Ég mun einblína á marga hluti og koma víða við þó án þess að missa sjónar á markmiðinu,“ segir snillingur - jón, nýr stjórnarformaður litlu rækjunnar.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband