26.1.2007 | 12:13
Kraftur á málþingi um setningarstöðu sagna?
Litla rækjan mælir með málþingi um setningarstöðu sagna, að því virðist í evrópsku samhengi, sem haldið er í Þjóðminjasafni Íslands í dag og á morgun. Þingið hófst klukkan 11 í morgun og stendur fram til klukkan 18:30. Margt athyglisverðra uppákoma eru auglýstir á málþinginu en þeir tengjast setningarstöðu sagna ekki á nokkurn hátt.
Í boði eru heilir tíu fyrirlestrar í dag jafnt á íslensku sem útlensku.
Athygli vekur að eftir hverja tvo fyrirlestra, sem standa yfir alltof lengi, er boðið upp á langt hádegishlé og kaffihlé í tvigang.
Trompið eru hins vegar orkudrykkirnir sem bornir verða fram klukkan 17 í dag. Þátttakendur hafa 10 mínútur til að svolgra þeim í sig áður en þeir setjast niður yfir siðustu tveimur fyrirlestrunum.
Ekki kemur fram í tilkynningu um málþingið hvort boðið verði upp á Bombu, Magic eða aðra töfradrykki til að halda áhugafólki um setningarstöðu sagna vakandi á síðustu metrum málþingsins.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.