Landsleikur á línunni

handbolti

Litla flugan kunngjörir í dag að snillingur-jón fylgdist með leik Íslendinga og Dana í gær án þess svo mikið sem kveikja á sjónvarpi eða útvarpi. Hann fór heldur ekki á leikinn. Óskar Aðalsteinn, bróðir hans sem búsettur er í foreldrahúsum á Selfossi, hringdi látlaust í hann á meðan leiknum stóð í gærkvöldi og tilkynnti honum um hvert markið á fætur öðru af miklum móð.

snillingur-jón segir: „Þetta var ægileg stund. Ekki fyrir Íslendinga eða landsliðið, þannig séð. Þetta er erfitt fyrir mig enda hafði ég komið mér vel fyrir í stofunni heima með bókina Yosoy eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur sem ég keypti í kiljuformi gær og var nýbúinn að rífa utanaf henni plastið þegar síminn hringdi. Það var Óskar bróðir til að segja mér að „við“ hefðum komist yfir. Staðan væri .... ég man hana ekki. Síðan skellti hann á.

Ég var búinn með svona hálfa blaðsíðu þegar Óskar hringdi aftur og sagði mér að Danir hefðu komist yfir. Ég missti þráðinn og varð að byrja upp á nýtt eftir að hann sleit samtalinu nokkrum sekúndum síðar.

Ég náði góðum spretti í hálfleik en að honum loknum tók ekki betra við. Svo ég tali ekki um framlenginguna en þá varð ég bókstaflega að leggja bókina frá mér því Óskar hékk á línunni og lýsti fyrir mér leiknum með tilfinningaríkum og leikrænum hætti.  

Hvort íslenska landsliðið leikur í kvöld eða ekki veit ég ekki. Ef svo verður ekki vonast ég til að komast eitthvað áleiðis í bókinni, sem lofar góðu.“ 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Leikurinn var æsispennandi... félagavorum í Dananslandi var hótað ævarandi einelti á vinnustað ef svo færi að Danir töpuðu. Félaginn er hólpinn og handboltaáþjánin sem börnin mín hafa bölsótast út í vegna skorts á barnatíma ætti að vera að baki í bili.

Óli Kristján (IP-tala skráð) 31.1.2007 kl. 10:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband