Núll í hagnað - þó ekki í mínus

Fjárfestingafélag snillings-jóns skilaði ekki krónu í kassann á síðasta ári. Enginn samanburður er til fyrir árið á undan.

Fjárfestingafélagið leggur fjármuni undir leiki í Lengjunni og stóðu vonir til að ávaxta pundið með eindæmum vel. Það gerðist ekki.

Eittþúsund krónur - 1.000 kall - var settur í höfuðstól fjárfestingafP1310009élagsins. Afkoman reyndist hins vegar í lélegra lagi þar sem enginn vinningur kom á miða félagsins. Súnkuðu því vonir manna niður í svotil ekki neitt, sem er í hlutfalli við hagnaðinn.

Arðsemi eigin fjár fjárfestingasjóðsins var engin og eru eignir sjóðsins engar þar sem bækur hans hafa verið tæmdar. Að sama skapi er eiginfjárhlutfallið ekki neitt.

snillingur-jón er hins vegar bjartsýnn á yfirstandandi ár. „Þar sem rekstur fjárfestingafélagsins er smár í sniðum og yfirbyggingin engin hefur hugmyndafélagið litla flugan tekið við rekstrinum. Litlar breytingar verða á rekstri félagsins að öðru leyti en því að áður var ég einráður sjóðsstjóri en gegni nú stöðu stjórnarformanns litlu flugunnar. Þá verður árinu skipt upp í fjóra hluta, líkt og hjá almennilegum stórfyrirtækjum.

Við höfum ákveðið að láta 1.000 krónur renna til sjóðsins á nýjan leik og verður honum varið til veðmála á fyrsta ársfjórðungi. Að honum loknum mun félagið senda frá sér afkomuskýrslu þar sem gerð verður grein fyrir hagnaði ársins.

Við erum bjartsýn á framhaldið og gerum ráð fyrir gríðarlegum hagnaði af þúsundkallinum á næstu þremur mánuðum,“ segir snillingur-jón, stjórnarformaður litlu flugunnar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gullfalleg mynd, hverrar krónu virði.

óká (IP-tala skráð) 31.1.2007 kl. 13:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband