20.6.2006 | 16:04
Grænn fetís
Er með fetís fyrir grænu. Er samt eins langt frá því að vera Framsóknarmaður og hægt verður að komast. Gæti verið einn af þessum handan-við-jaðarinn Framsóknarmaður. Flokkurinn gæti reynt að heilla okkur sem stöndum handan við fylgið til lags við sig.
En veit ekki með það enda hef ég ekki áhuga.
Græni liturinn táknar víst að ég jarðbundinn. Óguð! Held reyndar að græni liturinn minni mig bara á grænu bolina sem ég átti í den. Horfi þessvegna á laufin á trjánum og hverf aftur til æskudaga.
En guði sé lof að ég skeit ekki buxurnar þar sem ég stóð við Miklubraut í gær og horfði á trén... Það hefði orðið klúður.
Nema mig langi í frí. Það væri flott að horfa tré í útlöndum og hverfa aftur til bernskunnar í huganum.
Það væri stuð að gera á sig í Amsterdam og grenja. Kalla á mömmu, taka svo upp gemsann, hringja í hana og segja henni hvað kom fyrir. Veit ekki...
Er þessi græna gróðurfylling útlönd? Nei. Þetta rjóðrið sem blasir við ökumönnum af Miklubraut þegar þeir keyra fram hjá Kringlunni.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.