22.6.2006 | 12:16
Tilefni til klikkunar
Þegar ég rak augun í orðatiltækið að æra óstöðugan á blaðsíðum 32 og 34 í Blaðinu í gær lá við að ég klikkaðist. Hætti að fletta blaðinu Blaðinu og reif í hár mér.
Gat varla staðið í fæturna og átti í mesta basli með andardráttinn.
Athugasemdir
Heh, það þarf ekki mikið til að æra óstöðugan... (óká)
Óli Kristján (IP-tala skráð) 22.6.2006 kl. 12:28
Kvörtun þinni verður komið á framfæri við rétta aðila og séð til þess að svona nokkuð endurtaki sig ekki.
Einar J
Einar J (IP-tala skráð) 26.6.2006 kl. 21:44
Eins gott að þú komir þessu til skila, EinarJ.! Ef ég vissi ekki betur, þá myndi ég halda að þú værir systir Þorsteins J.
Einhver skyldleiki?
(snillingurinn, pirraðri en helvíti -)
snillingur-jón, 2.7.2006 kl. 00:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.