25.6.2006 | 23:11
Endurkoma er sjaldan kúl
Er kominn með miða á tónleikana með Ham. Loksins. Finnst samt hálf hallærislegt að þeir hafi ekki getað setið á sínum krumpaða botni og komið ekki saman aftur eftir að þeir hættu eftir giggið í Tunglinum árið 1993 eða 4. Ég sá þá ekki þar og ekki heldur þegar blásið var oní þá munn við munn til að hita upp fyrir Rammstein.
Eins og mér hefur alltaf fundist hún skemmtilegt enda hélt ég frá fyrstu tíð að bandið væri grín og runnið undan rifjum Sigurjóns Kjartanssonar.
En annað hefur komið á daginn.
Reyndar finnst mér Hamararnir hafa gengisfallið svolítið með endurkomunni. Þeir falla þeir í flokk með Hljómum, Steina spil og Lúdó, sem sögðu bönd aldrei hætta almennilegt heldur taki sér hlé, fari í pásu. Minnir að Gunni Óla hafi verið á svipuðum nótum þegar Skítamórall fór í frí. Þetta er langtífrá töff. Eiginlega komið langleiðina út á Hallærisplan.
Ég veit samt ekki hvort Ham hefði verið nær að halda sig í gröfinni. Kúlið er enn til staðar, bara svolítið eldra og þróaðra en á fyrstu árum bandsins. Ætli það sé ekki dópið, sem er horfið úr innviðum bandsins - eða það held ég - sem gerir það að verkum að tónlistin hljómar betur. Ég bara veit það ekki.
Athugasemdir
En flokkast þetta ekki örugglega sem ofursvöl bloggendurkoma?
Ásgeir H (IP-tala skráð) 29.6.2006 kl. 15:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.