4.7.2006 | 01:31
Emeraldið hans Guðs
Hér er annað ský sem ég tók mynd af. Réttnefnið væri náttúrlega þetta lamaða: Svíf í skýjum nr. 2 eins og listmálarar kalla verkin sín þegar þeir hafa ekki hugmynd um hvað þau eiga að heita.
Jafnast á við milljónustu og eitthvað mynd Píkassós, einsog Mogginn myndi kalla hann ef hann héldi reglu sinni um íslenska þýðingu erlendra nafna til streitu, án titils númer eittþúsund þrjúhundruð fjörutíu og sjö.
Mér finnst eins og íslenskum málurum detti ósköp sjaldan í hug einhver skýr og gegnsæ nöfn á verk sín. Enda hef ég gengið í gegnum nokkrar sýningar þar sem myndirnar hétu: "Án titils" allt frá fyrstu mynd vinstra megin dyrakarms að sýningunni til hægri hliðar hans tuttugu og sjö myndum seinna.
Hversu fatlað væri það hjá annars ágætum málara?
Eða snillingi, ef því er að skipta.
Allavegna, eins og sumir segja. Þetta er mynd af klósetti sem skýin mynda þegar Guði er mál. Þegar skýin mynda ekkert klósett er Guði semsagt ekki mál eða hann heldur í sér og blótar himnasettinu til ösku, helvítis og til baka.
Ég er semsagt enn með skýjafetís. Ætli það séu til einhverjar pillur við því?
Nema maður skreppi með lággjaldaflugfélagi út eins og Óskar bróðir og láti taka sig í bakaríð. Í hans tilfelli var hann tekinn í bakaríinu. Í hvaða bakaríi nákvæmlega veit ég ekki og langar ekki að vita hvernig hann var...
Bah! Þetta er allt sami kleinuhringurinn fyrir mér.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.