20.7.2006 | 13:04
Heildarlausnir fyrir hárlausa homma
Óskar bróðir er byrjaður að vaxa á sér lappirnar, bakið, magann og bringuna. Hann tók upp á því eftir að ég bannaði honum að raka sig í baðkerinu eftir að ég fann leggjahár fljóta í yfirborði baðvatnsins og bringuhár hrundu úr baðhandklæðinu.
Þegar hann sá auglýsingu í Ríkissjónvarpinu í vikunni þar sem lýst var yfir gæðum vaxmeðferðarplástra frá Veet þá rauk hann til, hljóp niður í Blönduapótek og keypti pakka, heildarlausnir fyrir hárlausa homma, eins og hann kallar þetta.
Hann smellti plástrunum á sig þveran og endilangan og reif í.
Ekki að það hafi virkað neitt sérstaklega.
Þetta fannst mér frekar niðurlægjandi fremur en hitt. Eiginlega asnalegt, sagði ég Óskari þegar hann bað mig um að setja Veet-vaxið á bakið á sér og rífa í. Svo beit hann á jaxlinn en átti erfitt með að kæfa sársaukahljóðin. Hann var þegar búinn að rífa af sér hárin á leggjunum, bringunni, maganum og á handleggjunum.
Enda virkar þetta ekki eins og í sjónvarpinu. Óskar liggur núna og emjar uppi í stofustófa, með rauða bletti um allan líkamann og klæjar sárlega á hverjum einasta stað. Þá eru hár og hár á stangli.
Hann grenjar auðvitað yfir því að þetta sé ekki eins og í auglýsingunni. Stelpurnar hafi rifið af sér öll hárin, bæði þau löngu og litlu. Ekkert hafi staðið eftir.
Enginn lítur við manni með hár á stangli.
Ég reyndi að lífga hann upp með því að bjóða honum í hommaskápinn. Hann vildi það ekki, kaus frekar að grenja í sófanum og klóra sér til blóðs.
Ég er viss um að þetta gengur yfir eins og allar aðrar hörmungar í Óskars bróður.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.