21.7.2006 | 13:28
Amerískir statistar og nóboddí
Þær eru stundum einkennilegar fréttirnar í Fréttablaðinu. Í dag er sagt frá íslenska málaranum Arnóri Bieltvedt, sem hefur verið búsettur í Bandaríkjunum í 20 ár, þar af 5 ár í Chicago en þar hefur hann starfað við listkennslu og listkennslu.
Nema hvað stjarna Arnórs í myndlistarheiminum er sögð hafa hækkað vestra því þekktir einstaklingar, sem gengið hafa á rauðum dregli, hafa keypt verk hans.
Þegar rýnt er í stjörnurnar koma fyrir nöfn eins og Tim Kazurinsky, sem að sögn Fréttablaðsins ætti að vera aðdáendum kvikmyndanna um Lögregluskólann góðu kunnur, leikkonan Jessica Harper, sem komið hefur fram í myndum á borð við Minority Report og Bruce Jarchow, sem brugðið hefur fyrir í sjónvarpsþáttum á borð við Aðþrengdar eiginkonur og Seinfeld. Síðast en ekki síst er Jimmy Arias, tennisleikarinn sem varð í fimmta sæti á styrkleikalista Alþjóðlega tennissambandsins árið 1984 sagður hafa keypt verk Arnórs.
Árið 1984!
Skemmst er frá því að segja að Arias lagði tennisspaðann á hilluna árið 1994 og er nú fréttaskýrandi á bandarísku sjónvarpsstöðinni ESPN.
Skemmtilegasta tilviljunin er sú að þeir Kazurinsky og Jarchow léku báðir í fyrsta sinn saman í sjónvarpsmyndinni Avery Schreibers Live from the Second City árið 1980.
Hvaða fólk er þetta eiginlega?
Stjörnur? Einhver....?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.