24.7.2006 | 12:42
Tilgangslaust markmið
Það er stundum gaman að eiga sér tilgangslaust markmið. Sumir safna frímerkjum, aðrir bókum - sem þeir lesa bara einu sinni - aðrir safna sokkum og margar konur safna skóm. Einn vinur okkar Óskars bróður horfir alltaf á Formúluna á RÚV. Það finnst okkur sæmilega tilgangslaust.
Ég hef sett mér það tilgangslausa markmið nú að færast upp á vinsældalista blog.is. Það hefur gengið ágætlega. Um þarsíðustu helgi sat ég í 250. sæti. Við upphaf vikunnar hafði ég farið upp um einhver 39 sæti og þarmeð kominn í 211. sæti. Á þriðjudag sat ég í 209 sæti, og var bara sæmilega sáttur.
Eftir nokkuð ágæta bloggviku um allt og ekkert, þó aðallega vandamál með hommaskápinn, rauk ég upp í 176. sæti á fimmtudag. En vænkaðist hagur Strympu á föstudag þegar ég skoppaði upp í 159. sæti. Með bloggi dagsins færðist ég upp um fjögur sæti. Þarna dólaði ég og ruggaði upp í 153. sæti þegar best lét. Eftir færslulausa helgi er ég kominn niður í 172.
Sem er ekkert sérstaklega sorglegt.
Ég er sáttur en set stefnuna á topp hundrað.
Maður er ekki að þessu fyrir minna.
Athugasemdir
Gangi þér vel með þetta uber-tilgangslausa markmið. Betur má þó ef duga skal. Láttu mig vita þegar þú nærð mér. Ég var að tékka og komst að því, mér til nokkurrar furðu, að ég er í 17. sæti. Ég sem hélt að það nennti enginn að lesa rausið í mér, því ekki get ég kallast skemmtilegur. :o)
Villi Asgeirsson, 24.7.2006 kl. 14:06
Ótrúlegt. Þetta raus þitt er enn leiðinlegra en mitt. Hver nennir að lesa um náttúrukjaftæði? Rosalega ertu.... ég meina - áttu vini? Sjálfur ætla ég að tjalda í fjóra fimm daga þarna úti í þessu veðurrassgati á verðandi botni Hálsalóns. Vonandi verður rigning og óveður alla daga svo ég snúi heim með allt gegnblautt og grenjandi og óski þess að svæðið verði annað hvort kaffært af manna höndum eða veðurguða.
snillingur-jón, 24.7.2006 kl. 17:47
Hey, þú getur skráð þig á þetta rss-dót sem við plebbarnir erum flest á - þá flýgurðu upp listann ...
Ásgeir H (IP-tala skráð) 26.7.2006 kl. 00:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.