25.7.2006 | 14:50
Deilt um netföng hjá Orkuveitunni
Heyrði af því á dögunum að deilt sé um innleiðingu nýrra netfanga hjá Orkuveitu Reykjavíkur.
Samkvæmt breytingunni munu netföng eftirleiðis samanstanda af þremur fyrstu stöfum fornafns, þremur fyrstu stöfum föðurnafns og þremur fyrstu stöfum starfsheitis.
Margir hafa brugðist ókvæða við þessu og mun Rúnar Karlsson, sérfræðingur hjá Orkuveitunni, hafa sagt samstundis upp.
Hver vill annars hafa netfangið runkarser@or.is?
Ég veit ekki hvort nokkur Rúnar starfar þarna eður ei. En fannst þetta sniðugt. Sel þetta að sjálfsögðu ekki dýrar en vitleysingarnir á Orðinu á götunni, sem verma fyrsta sæti á vinsældalista bloggsins, selja orð sín.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.