Gay Prædað yfir Magnanum á Blönduósi

Magnamínið - demónískari en amma Beygla.

Við Óskar bróðir erum búnir að draga til okkar massamikið af gotteríi fyrir partýið þegar Magni tekur Heros eftir meistara David Bowie í sjónvarpsþættinum Rockstar á Skjá einum í kvöld.

Þetta verður nett massað kvöld, eins og einn kunningi minn segir. Hann tekur á því í ræktinni og nær nettu tani á eftir. Setur síðan upp sólgleraugun og skúrar í grunnskólanum á Blönduósi.

Hann hefði verið í sumarfríi núna hefði hann ekki tekið að sér að gera alþrif á skólanum.

En hvað um það.

Það lenti í mínum verkahring að sjá um hardkorið fyrir kvöldið. Það er að segja snakkið, ídýfurnar og poppið. Ekki sló ég af því og held að við Óskar komum til með að standa á gati þetta einum og hálfum tíma eftir að þættinum lýkur.

Óskar bróðir sá um softkorið, það er að segja drykkina. Ég lét hann fá fimmfaldan þúsara til að fara í Ríkið í dag af því karlinn á aldrei pening þegar svona langt er liðið á mánuðinn. Sagði honum að ná í eitthvað kalt og hart og mikið af því.

Hann tók vel í það og sagði sjúbbívæ eða eitthvað álíka sem hann pikkaði upp eftir Jörgeni, þegar þeir voru saman í Austurríki.

Nema hvað. Haldiði að hann hafi ekki dregið upp stóra flösku af helvítis Baileys þegar hann kom heim. Sæmilega sterk, geymist í ísskáp og verður enn kaldara þegar það er hrist saman með ís, eins og hann sagði.

Oj bara.

En ókei. Svona er planið: Massamikið af poppi, snakki og ídýfum, sem verður skolað niður með kældum og hristum Baileys á ís.

Er í alvörunni hægt að fara fram á meiri Gay Pride stemningu yfir Rockstar á Blönduósi í kvöld?

Næst fer ég í Ríkið en Óskar reddar meðlætinu.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband