26.7.2006 | 11:57
Magninn massaði karókíið
Ég er ekki frá því að ég sé þunnur eftir að hafa setið langfram á nótt með Óskari bróður og horft á Rockstar-ið í nótt á fullu blasti. Gott ef ég er ekki með óbragð í munninum eftir hvítlauksídýfurnar sem ég bauð uppá. Óskar bróðir bauð grimmt af hristum Baileys á ís, sem við drukkum með röri.
Við byrjuðum um tíuleytið í gærkvöldi með nettum Bowie-fíling. Spiluðum Heros, Changes og fleira gott eftir breska bæsexúalistann og helltum í okkur hristan Baileys á ís sem Óskar bróðir töfraði fram af sinni alkunnu snilld.
Ekki svo að skilja að nokkur kunni að meta þennan menningarlega drykk hérna á Blönduósi. Hér drekka menn landa og bjór og mikið af því.
Við bræðurnir helltum hins vegar í okkur Baileys og höfðum gaman af... Uppað vissu marki reyndar því eins og áður hefur komið fram þá sendi ég hann upphaflega í Ríkið eftir bjór.
Óskar sá allan þáttinn og ég datt út um tólfleytið og missti af þremur fyrstu keppendunum. Sá Magna taka umsóknina um söngstarfið í Supernova með svipuðum hætti og hann notaði undankeppni Evróvisjón hérna heima á vordögum. Með öðrum orðum: hann hengdi á sig gítarinn og vældi sem aldrei fyrr.
Þetta var fínt hjá honum, ískalt og nöturlega töff. Skildi vel spurningar útbrunnu rokkaranna sem Magni er að leitast eftir að vinna með. En svörin hans voru svoldið lömuð. Hann hefði getað gert betur. Semsagt. Hann þarf ekki að laga sönginn, snyrta sviðsframkomuna örlítið en læra að svara fyrir sig með svölum hætti.
Skömmu eftir að Magninn massaði þetta datt ég aftur út og vaknaði í næstsíðasta lagi, saug Baileysið í botn og bað um meira.
Sveimérþá. Ég er búinn að tannbursta mig þrisvar í morgun en bara næ ekki þessu skrattans hvítlauksbragði úr munninum.
Athugasemdir
Er ekki bara málið að fá sér vel kryddaðan rétt núna í hádeginu (með hvítlauk að sjálfsögðu);)
Annars þá er ég sammála þér með Magna, bara laveg í botn!
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 26.7.2006 kl. 12:04
Takk fyrir það. Jú, ég fékk mér sæmilegt í hádeginu. Salat með sólþurrkuðum tómötum, hvítlauk og fleiru til. Núna er ég með tómatabragð í munninum. Ágætt sem slíkt. Ætli ég fái mér ekki bara tyggjó á eftir og eitthvað sterkt í kvöldmat.
snillingur-jón, 26.7.2006 kl. 12:50
Ég er alveg sammála með þessu að strákurinn þarf að læra að svara almennilega fyrir sig, annars tapar hann kúlinu.
Einar J (IP-tala skráð) 26.7.2006 kl. 18:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.