26.7.2006 | 14:23
Hvað kom fyrir Supernova og kompaní?
Það er rólegt yfir Blönduósi eftir havaríið yfir Rockstar í nótt. Engu líkara en bærinn sé enn undir sæng. Annars var ég að velta fyrir mér hvað hafi komið fyrir félagana í Supernova og kunningja þeirra, Dave Navarro.
Félagarnir fjórir, sem seint verður líkt við frönsku Skytturnar, eru í fyrsta lagi með afar takmarkaðan orðaforða. Awesome, dope, You rock og crank it up virðast einu lýsingarorðin sem meðlimirnir búa yfir, sem er eiginlega sorglegt.
Ég veit ekki með tuskudýrið Gilby Clarke. Hann minnir mig bara ekkert á rytmagítarleikarinn í Guns'n'Roses. Svo er hann svo ægilega leiðinlegur að mesta furða er að hann hafi komist í hljómsveitina. Ef hann hefði sótt um gítarleikaradjobbið með sama hætti og 15-menningarnir hefði hann fallið út í annarri umferð. Ábendingarnar hans eru hins vegar margar hverjar gagnlegar.
En hvað kom fyrir Jason Newstedt? Hann var flottur í Metallica. Eftir brotthvarfið virðist hann hafa daprast heldur betur og lítur nú út eins og 12 ára gutti í líkama fullorðins manns.
Ég veit ekki með Tommy Lee. Hann er líklega bestur af þeim fjórum og hefur farið mikið fram síðan hann birtist í allri sinni nöktu dýrð á heimavídjóinu með eiginkonunni fyrrverandi. Ekki að það hafi nú verið neitt sérlega skemmtilegt.
Ég varð fyrir langmestum vonbrigðum með kynninginn - kóhóstinn - Dave Navarro. En hann hlýtur að hafa eitthvað meira til brunns að bera en útlitið, sem gæti fleytt honum áfram í ljótufatakeppninni. Honum virðist hafa farið mikið aftur á síðastliðnum árum líkt og félagarnir - að Tommy Lee undanskildum. En Rockstar er botninn. Ég hef reyndar ekkert heyrt í nýjustu hljómsveitinni hans, The Panic Channel. Sólóplatan Deconstruction var alltíkei en ekkert spes - og sömuleiðis tókst honum að sparka falska botninum undan Red Hot Chili Peppers og skella bandinu í nýjar lægðir.
Stjarna Navarros skein án nokkurs efa skærast þegar hann tjallaði með félaga sínum, Perry Farrell, í Jane's Addiction. Án þess að ég viti það þá vona ég að Navarro hafi eitthvað til brunns að bera og held í vonandi að hann sé jafn snældukexruglaður og Farrell.
Stórskemmtilegt viðtal við Farrell birtist í ágústhefti Playboy árið 1998, sama tölublaði og íslensku stelpurnar strippuðu í. Þeir sem eiga blaðið - sjálfur þekki ég þónokkra að sjálfum mér undanskildum - ættu að glugga í það. Jafn snælduvitlaus maður hefur sjaldan verið til að Iggy Pop undanskildum.
Jæja. Best að taka til við skúringarnar á nýjan leik.
Athugasemdir
Heyrði í nýrri plötu Jane's Addiction í Köben um helgina. Hljómaði barasta alveg eins og í gamla daga. Etv er Navarro þannig gerður að hann breytist eftir umhverfi sínu. Er innihaldslaus sjálfur en speglar félagana eins og Kameljón.
Óli Kristján (IP-tala skráð) 27.7.2006 kl. 12:03
Vel mælt, frændi. Vel mælt. Tel að þú farir hér með hárrétt mál.
snillingur-jón, 28.7.2006 kl. 09:41
HeyrðiínýrriplötuJane'sAddictioníKöbenumhelgina.Hljómaðibarastaalvegeinsogígamladaga.EtverNavarroþanniggerðuraðhannbreytisteftirumhverfisínu.ErinnihaldslaussjálfurenspeglarfélaganaeinsogKameljón.
ÓliKristján (IP-tala skráð) 30.7.2006 kl. 06:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.