Leiðinlegur vinstrimaður í Haifa

Ég er ekki einn af þeim.

Ég rakst á vefsíðu ofvirks vinstribloggara eftir krókaleiðum. Ekki nenni ég að velta því fyrir mér hvaðan bloggarinn nákvæmlega er, en hann kallar sig Lenín. Á dögunum fjallaði hann um langt bréf og afskaplega leiðinlegt bréf, sem aktívisti skrifaði í ísraelsku hafnarborginni Haifa.

Samkvæmt Lenín mun bréfritari hafa tvisvar þurft að gera hlé á skrifum sínum vegna loftárása Hizbollah-skæruliða á hafnarborgina.

Þetta er óskaplega leiðinlegt bréf sem karlanginn dúllaði sér við að skrifa og hefði hann betur sleppt því og fundið sér eitthvað annað til dundurs á meðan loftárásunum stóð. Hann hefði til dæmis getað leitað sér skjóls undan árásunum.

En dæmi hver sem vill. Hér er bréfið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband