28.7.2006 | 16:12
Sigurgangan heldur óslitið áfram
Þessi dagur hefur verið óslitin sigurganga fyrir steinsmuguna. Rokkskríbentinum Árna Matthíassyni var velt úr sessi um fjögurleytið. Árni, sem hefur átt góðu gengi að fagna í bloggheimi Morgunblaðsins löngu áður en vefurinn fór í loftið, situr í 46. sæti en steinsmuga snillingsins í því 43.
Úr því sem komið er getur steinsmugan aðeins runnið í eina átt, upp.
Skil ekki þá sem segja það skömm að lenda undir steinsmugu.
Árni getur bara verið ánægður með það. Reyndar prísað sig sælan að hafa ekki lent undir Óskari bróður.
Það er beinlínis sárt.
Ekki að ég hafi reynt það sjálfur.
Athugasemdir
Þetta er bara næstum jafnspennandi og Rockstar Supernova
EinarJ (IP-tala skráð) 29.7.2006 kl. 11:17
Segðu! Þetta er drulluspennandi. Og eykst með hverjum deginum. Heldur Magni áfram í Rockstar? Mun steinsmugan verma toppsætið á Moggavefnum? Verður Árni Matt. kannski sendur heim til að taka lagið í Singstar?
Fylgist með í næsta þætti...
snillingur-jón, 29.7.2006 kl. 13:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.