Óskar bróður langar í Chippendales!

Það hlýtur að sjá á þeim eftir áratugi í bransanum!

Óskar bróðir er dapur þessa dagana enda elskar hann karlana í Chippendales. Gott ef hann lumar ekki á plakati af þeim einhvers staðar oní skúffu.  

Og nú er hópurinn að koma til Íslands. Óskar stökk næstum hæð sína í loft upp þegar hann heyrði af því enda hefur hann fylgst með frama þeirra í áratugi og fýsti umfram allt annað að sjá þá dilla bossanum á Broadway í höfuðborginni í ágúst. Hann langaði á þá, í þá og svo framvegis.

Ég sagði honum að það  yrði langt þar til þeir kæmu á Blönduós.

Þegar hann rýndi betur í fréttina þá sá hann að þeir myndu skemmta kvenfólki.

Kvenfólki! Eins og karlmenn, eins og hann, hefði ekki gaman af því að sjá þá dilla sér.  

Hann fær ekki að upplifa "tvo og hálfan tíma af unaði," eins og segir í frétt um þessa stælstu menn sem hafa skemmt bandarísku kvenfólki í tugi ára.

Ég velti því fyrir mér hvort ekki sé farið að slá svolítið í þá. 

En aumingja Óskar bróðir. Hann á ekki séns í þessar 1.000 konur sem munu berjast um að fá jafnmörg sæti til að fylgjast með goðumlíku körlunum skekja búkinn.

Hann á bágt. Ég vorkenndi honum svo mikið að ég bauðst næstum því til að horfa á Ocean's 11 með honum í gærkvöldi. En við höfum séð myndina þrisvar og ég gat ekki hugsað mér að horfa á hana í fjórða sinn.

Las bók í staðinn. 


mbl.is Chippendales-hópurinn á Broadway í ágúst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband