Taktu ráðum föður þíns með fyrirvara

Ég tek öllum fréttum þess efnis að maður eigi að hlusta á föður sinn með fyrirvara. Við Óskar bróðir hlustuðum alltaf á pabba og er árangurinn eftir því. Kannski hefði veröldin litið öðruvísi við hefðum við hunsað flestar ráðleggingar hans og gerst leigubílsstjórar í höfuðborginni eins og hann. Sem hann sagði okkur ekki að gera heldur ganga menntaveginn. 

Ég fór stundum með leigubíl í Háskólann en veit ekki hvort það skilaði mér nógu langt.

Núna ligg ég heima með flensu og snert af finnsku sem gerir það að verkum að ég bregð fyrir mér finnskum frösum í öðru hverju orði, sem reyndar gerir mig soldið cosmó.

En veit ekki hvort það komi til með að bæta mig sem mann.

Þegar ég er hress skúra ég með kunningja mínum í grunnskólanum.

Við Óskar bróðir leigjum saman litla skonsu á Blönduósi.

Óskar, sem er samkynhneigður og að mestu á atvinnuleysisbótum - hann vill ekki að ég gefi upp hvar hann fær aðrar tekjur - gerir mest lítið flesta daga en að horfa upp í loftið og rifja upp Austurríki, en þar bjó hann ásamt Jurgeni, kærastanum sínum.

En hann má eiga það hann Óskar bróðir að hann eldar ágætan mat

Hann er svo góður í puttunum, segir hann.

Ég hef litla löngun til að vita hvar hann hefur verið með fingurna, blessaður. 


mbl.is Timberlake fór eftir ráðleggingum föður síns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband