Sjóðsstjórinn snillingur-jón

Jæja. Þá er komið að því. Enski boltinn að byrja aftur. Það merkir ekki að maður setjist á hverjum laugardegi og horfi á fullorðna karlmenn á ofurlaunum sparka bolta sín á milli á grasbletti í Bretlandi.  Nei. Það táknar að íslenski boltinn er að fara í frí svo maður getur loksins tippað á alvöru leiki í Lengjunni.

Og nú kemur rúsínan í pylsuendanum.

Ég hef sett á stofn sjóð með áhættufjármagni sem verður einungis nýttur til veðmála í Lengjunni. Í sjóðnum eru 1.000 krónur - eittþúsund krónur! - sem ég ætla að nota til þess arna. Í hverri viku legg ég óákveðna upphæð undir og greini svo frá því í upphafi hverrar viku hver niðurstaðan var í vikunni á undan.

Alveg eins og alvöru sjóðsstjórar.

Ég hef tilfinningu fyrir því að sjóðurinn muni skila ævintýralegri afkomu. Tölum sem þeir Warren Buffett og Björgólfur Thor hafa aldrei séð.

Ástæðan fyrir því að þúsundkall er í sjóðnum er sú að maður á alltaf að fara varlega á áhættufjárfestingum, líkt og Warren Buffett hefur margoft bent á.

Ég hef þegar byrjað. Setti 100 kall á sex leiki í enska boltanum, sem - ef vel fer - mun skila mér 10.789 krónum. Hreinn hagnaður af því yrði 10.689 krónur tæplega hundraðogellefufaldur hagnaður. 

Geri aðrir betur!

Nú er bara bíða spenntur og sjá... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband