18.8.2006 | 14:31
Það er eitthvað við Skoda sem skelfir mig
Ég veit ekki hvað það er við Skódann sem skelfir mig. Held að það séu gömlu Skódarnir, sem annaðhvort biluðu á leið út úr kassanum á höfninni eða lifðu upphaflega eigandann.
Held að Hekla þurfi að gera meira en að bjóða okkur bræðrunum upp á pylsur og blöðrur við kynningu á nýja Skódanum.
Nema það sé að ég hafi ekki skilið nýju bílana í botn og muni bara hvernig þeir voru heldur en hvernig þeir eru, sem er víst eins og bera saman kartöflur og appelsínur enda held ég að Volkswagen framleiði bílana, sem séu orðnir traustari en helvíti.
Ég átti einu sinni Skóda. En það er svo langt síðan að Óskar bróðir var streit. Við brunuðum hringinn á þremur dögum. Lögðum upp frá Selfossi á föstudegi og skitum ekki fyrr en á Akureyri daginn eftir.
Sveimér þá ef það var ekki kaldara inni í bílnum en fyrir utan hann þessa júlíhelgi sem við settum bensínið í botn og brutum óvart hávaðastillinguna af útvarpinu með þeim afleiðingum að við blöstuðum Bylgjuna af krafti í 500 og eitthvað kílómetra. Það slokknaði ekki á útvarpsskrattanum fyrr en ég drap á bílnum þegar við renndum í hlað heima.
Þegar við komum aftur heim á Selfoss var ég kominn með rífandi kvef og var með dúndrandi suð í eyrunum.
Það hvarf á þremur dögum og kvefið viku síðar.
Miðað við afleiðingarnar sem ferðin hafði á mig má allt eins vera að ég hafi skilað Óskari bróður samkynhneigðum heim.
Síðan þá hef ég aldrei stigið aftur upp í Skóda.
Ég veit ekki með Óskar bróður en hef engan áhuga á því að vita hvað hann hefur gert í Skóda.Hekla sýnir nýjan Skoda í nýjum sýningarsal | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Virkilega góður. Takk fyrir þetta.
Birna M, 18.8.2006 kl. 14:42
Ég veit ekki með þína upplifun á Skoda en ég get sagt þér að um daginn keyrði ég Skoda Octavia með 1900 díselvél. Krafturinn var nógur og ég sparaði ekki inngjöfina. Þrátt fyrir það eyddi hann aðeins 4.9 á hundraði. Þetta er tala sem ég hef aldrei séð áður.
Það eru tveir gallar við Skoda; hann er evrópskur og munu því spindlar og stýrisendar klárast fyrr en maður vill. Hitt vandamálið er þó stærra, en það er umboðið á Íslandi. Þvílíkt skítaumboð með þvílíka ógeðis þjónustu að það er ekki mönnum bjóðandi. Ég vara alla við að versla við Heklu, ég hef þurft að eiga við þá sjálfur auk þess sem ég þekki 3 aðila sem finnast þeir hafa verið rændir eftir samskipti sín við Heklu.
Björn Sighvatsson, 18.8.2006 kl. 15:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.