21.8.2006 | 10:45
Hrútaþuklarinn - stórmynd um ástir í íslenskri sveit
Jasso. Allt er nú til. Ég sem hélt að hrútaþukl væri bannað samkvæmt Jónsbók. En sé fyrir mér ágætis kvikmynd í leikstjórn Baltasars Kormáks eða Friðriks Þórs Friðrikssonar. Hrútaþuklarinn - stórmynd um ástir í íslenskri sveit.
Myndin er svona:
Hrútaþuklari um fimmtugt, sem farið hefur víða um land og káfað undir hrúta, kemur á bæ einn í Skagafirði til að snerta um tvöhundruð sauðadjásn fyrir næstu sláturtíð. Hann fellur hug til ekkju á næsta bæ, sem er við það að falla undir gjaldþrotahamar sýslumannsins á Sauðárkróki - eða hvarsem hann er nú staddur. Bústofn hennar er lélegur og lítið undir sauðum.
Þau Hrútaþuklarinn og ekkjan ganga í hjónaband og karlinn ættleiðir dótturina.
Hrútaþuklarinn káfar sig til farsældar og saman stefna þau hjónakorn inn í framtíðina með best þuklaða búfjárstofn sem sögur fara af í Skagafirði.
Hann verður ýmist kallaður þuklaði stofninn eða hrútarnir, sem snertir voru af meistarans höndum.
Allt er í lukkunnar velstandi á bænum þar til Hestahvíslarinn kemur á staðinn.
Sveimérþá ef meistarar íslenskrar kvikmyndagerðar séu ekki með efniðvið í höndunum sem jafnast á við myndina Brýrnar í Madisonsýslu, sem konur talsvert yfir miðjum aldri, horfðu á með tárin í augunum fyrir nokkrum árum.
Keppt í hrútaþukli á Ströndum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hefði nú ekki verið nær að birta mynd af hrúti með blogginu? Kind með lamb, það fer enginn að þukla þetta.
ÓKÁ (IP-tala skráð) 21.8.2006 kl. 14:51
Iss. Það er allt í lagi að þukla á lömbum. Þannig sér maður hvað framtíðin ber í sauði sér.
snillingur-jón, 21.8.2006 kl. 14:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.