Slæm byrjun hjá áhættusjóðnum

Byrjendaóheppni einkenndi afkomu fyrstu viku áhættusjóðsins sem ég setti á laggirnar í síðustu viku. Heill þúsundkall - 1.000 krónur! - voru í sjóðnum sem einbeitir sér að veðmálum á enska leiki í Lengjunni.

Ég veðjaði 100 kalli - hundrað krónum! - á sex leiki í ensku deildinni, sem hefðu skilað 10.789 krónum í kassann hefðu þeir verið réttir.

Hefði þetta gengið eftir hefði hagnaðurinn verið ævintýralegur - alveg hreint ótrúlegur - og langtum betri en Björgólfur Thor og Warren Buffett hefðu nokkurn tíma þorað að lofa.

En ég lofaði langt upp í ermina á mér.

Af sex leikjum var einungis einn réttur sem skilaði ekki krónu í kassann.

Semsagt. Áhættusjóður snillingsins skilaði 100 króna tapi fyrstu vikuna, sem jafngildir 10 prósenta tapi í heildina litið.

Í vikunni er ætlunin að veðja á færri leiki í enska boltanum með minni hagnaðarvon en hagnaði þó.

Nú er bara að bíða og sjá! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband