Ástarhreiður á Blönduósi?

Tveir hreiðurbúar

Óskar bróðir rak augun í nýjasta tölublað Séð og heyrt um helgina og renndi yfir greinina um ástarhreiður Jónsa í Sigur Rós og unnusta hans á Stokkseyri. Hann spurði hvort við ættum ekki að skella okkur á Stokkeyri líka og koma okkur fyrir í litlu og krúttlegu húsi.

Ég spurði hann hvort það væri ekki nóg að búa á Blönduósi.  Það væri kannski ekki krúttlegt en hérna værum við.

Það þarf varla að taka það fram að Sigur Rósararnir halda tvö heimili samkvæmt Séð og heyrt. Annað á Stokkseyri og hitt á ys og þys götunni Laugarvegi í Reykjavík. Nær miðbænum kemst maður varla.

Og varla gætum við keypt okkur hús á Stokkseyri. Þá værum við komnir með tvo dvalarstaði, annan hér, sem við reyndar leigjum, og hinn í öðrum útnára. Tveir útnárar eru mínus, sagði ég Óskari.

Ekki krúttleg tilhugsun, fannst mér. 

Svo hefði ég engan áhuga á einhverju hottintotti í hreysi á Stokkseyri enda værum við bræður og samkynhneigt stuð okkar á milli væri örugglega bannað með lögum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband