Enn tapar áhættusjóðurinn

Það er engu líkara en að fótboltaliðin í ensku úrvalsdeildinni hafi ráðið alla afrísku blökkumennina, sem ekki náðu að skora mark í HM í knattspyrnu í Þýskalandi í sumar, til starfa. Eitthvað er það því allir leikirnir sem áhættusjóðurinn minn tippaði á í Lengjunni um helgina voru vitlausir. 

Afkoma sjóðsins hrakar því í hverri viku.

Áhættusjóðurinn spanderaði hundrað krónum - 100 krónum! - á fjóra leiki í ensku deildinni í Lengjunni á laugardag. Hefðu þeir unnist hefði vinningsupphæðin numið 1.460 krónum en það hefði skilað sér í því að sjóðurinn hefði orðið 2.260 krónur. 

Niðurstaðan varð hins vegar sú að 200 krónur - tvöhundruð krónur - hafa tapast úr sjóðnum, sem átti að skila ótrúlegum hagnaði - frá því honum var ýtt úr vör. Nemur heildartapið skiljanlega 20 prósentum á hálfum mánuði, sem verður að teljast dapurlegt.

En tími áhættusjóðsins mun koma! sé gripið til örvæntingarfulls ákalls Jóhönnu Sigurðardóttur, þingkonu Samfylkingarinnar, þegar hún var ekki kosin formaður Alþýðuflokks eða Alþýðubandalags á síðustu öld.

Hagnaður sjóðsins mun verða meiri en Björgólfur Thor og Warren Beatty hafa nokkru sinni séð! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband