29.8.2006 | 15:37
Minnsta rós í heimi
Þótt Indverjar þykist kunna að rækta minnstu rós í heimi og þykist vera meistarar á mörgum sviðum þá hljóta þeir að standa framarlega í ýkjum. Minnsta rós í heimi hefur ekki verið ræktuð á Indlandi heldur á Blönduósi.
Við Óskar bróðir höfum verið með litla rós í pössun fyrir frænku okkar og þykjumst hafa ræktað minnsta rósaafbrigði sem sögur fara af.
Hér til hliðar er mynd af rósinni á borðstofuskenknum okkar heima í stofu.
Eins og sjá má er hún svo agnarsmá að augað á í mesta basli með að greina hana.
Minnsta rós í heimi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.