4.9.2006 | 13:31
Ég þakka líka Guði fyrir Garner
Skiljanlegt að jafn vondur leikari og Ben Affleck þakki Guði almáttugum fyrir að hafa kynnst starfssystur sinni Jennifer Garner. En þótt Affleck sé slæmur leikari og ekkert sérlega fríður sýnum sýnir frúin lítið skárri leik í sjónvarpsþáttunum Alias og þeim fáu kvikmyndum sem hún hefur leikið í. Hún hefur hins vegar vinninginn á útlitinu.
Um það efast enginn, að ég held. Nema Óskar bróðir.
En hæfileikar hennar skipta mig svosem öngvu máli.
Ég væri vondur leikari sem fyrir slysni hefði lent í hverjum kvikmyndasmellinum á fætur öðrum hefði ég sjálfur þakkað Guði fyrir að hitta Garner.
Bið Guð samt á hverju fimmtudagskvöldi um Garner en Affleck lætur hana ekki af hendi.
Óskar bróðir biður líka til Guðs aðra hverja viku að hann fái Affleck. En Garner lætur hann ekki af hendi, sem mér finnst undarlegt.
Affleck þakkar Guði fyrir Garner | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er algjör misskilningur hjá þér, allt kvenfólk sem getur leikið það að þær séu sætar eru góðar leikkonur ...
Ásgeir H (IP-tala skráð) 4.9.2006 kl. 19:07
Ditto, ditto. Þetta minnir samt á röksemdarfærsluna: Allt kvenfólk getur leikið/Sumar konur eru sætar/Flestar leikkonur sem geta leikið getað spilað sig sætar.
Jæja. Fékk ekki alveg tíu í rökfræði. En margt er skrýtið í kýrhausnum.
snillingur-jón, 5.9.2006 kl. 13:51
Ditto, ditto. Þetta minnir samt á röksemdarfærsluna: Allt kvenfólk getur leikið/Sumar konur eru sætar/Flestar leikkonur sem geta leikið getað spilað sig sætar.
Jæja. Fékk ekki alveg tíu í rökfræði. En margt er skrýtið í kýrhausnum.
snillingur-jón, 5.9.2006 kl. 13:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.