Skítleg afkoma

Áhættusjóðurinn, sem ég setti á laggirnar og einbeitir sér að veðmálum á leiki í enska boltanum á Lengjunni, hefur skilað ömurlegri afkomu. Upphaflegt markmið sjóðsins var að skila ævintýralegum hagnaði, hundraðföldum á mánuði í besta falli. Í staðinn hefur hefur hann tapað 400 krónum.

Fjögurhundruðakall í vaskinn þar.

Það er ekki upp á manni typpið, sérstaklega þegar haft er í huga að hagnaðurinn átti að vera hlutfallslega margfaldur miðað við það sem Björgólfur Thor og Warren Buffett sjá nokkru sinni.

Maður hefur aldeilis pissað í skóinn sinn.

Startkapítal sjóðsins, sem var 1.000 krónur - eittþúsundkrónur!, er nú hrunið niður í skitinn 600 kall. Þetta jafngildir 40 prósenta tapi, sem verður að teljast skítlegt tap.

En betur má ef duga skal. Ég dey ekki ráðalaus. Hundrað krónur leggjast á leiki í Lengjunni. Komist ég ekki yfir startkapítalið skal ég hundur heita! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þetta ekki bara spurning um að leggja í hlutafjáraukningu?

ÓKÁ (IP-tala skráð) 27.9.2006 kl. 22:45

2 Smámynd: Sigurður Ellert Sigurjónsson

Er ekki hægt að flokka þetta undir lærdóm?

Sigurður Ellert Sigurjónsson, 27.9.2006 kl. 23:39

3 Smámynd: snillingur-jón

Lærdómur my ass! Helst að þetta sé skóli lífsins. Og þar hef ég fallið á prófinu. Ég hef ekkert lært á þessu heldur tapað eins og motherfökker.

Hlutafjáraukning er líklega málið. Held ég tífaldi hlutafé og höfuðstól og spanderi því á þrjá leiki upp á von og óvon um næstu helgi. Mikið djöfull er ég viss um að áhættusjóðurinn raki þá inn gróða, maður!

snillingur-jón, 28.9.2006 kl. 12:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband