Farsíminn er eins og gömul drottning

Ég fór með farsímann minn í viðgerð í hádeginu. Lítið um það að segja, nema hvað símskrattinn var hættur að hlaða batteríið.  Starfsmaður Símans prófaði hann, setti símann í samband og sá smáneista. Svo var það búið.

Gatið er of stórt og botninn útjaskaður, sagði hann. Tengingin nær engum neista. Það verður að skipta um botnstykkið.

Mér var aðeins hugsað til gömlu drottninganna sem fóru stórum á Laugavegi 22 þegar staðurinn var beggja blands fyrir nokkrum árum.

Ætli þær dreymi ekki um að skipta um botnstykki? 

Ég skrifaði undir eitthvað plagg og fæ farsímann aftur eftir helgi - free of charge - í óeiginlegri merkingu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var svona gaman að fá símann aftur að enginn tími gefst til að blogga. Er snillingurinn steinsmoginn á braut?

ÓKÁ (IP-tala skráð) 15.10.2006 kl. 20:32

2 Smámynd: snillingur-jón

Það er allt á fullu í steinsmugunni, maður! Það er pípandi...

snillingur-jón, 16.10.2006 kl. 13:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband