Svag fyrir Mercury

freddy_mercury_by_bullsik.jpg

Sat og horfði á botninn Í sjöunda himni með Hemma Gunn á Stöð 2 í gærkvöldi á meðan beðið var eftir Sópranos á RÚV. Veitti Jónsa úr Svörtum fötum sérstaka athygli. 

Verð að gangast við því að mér hefur alltaf fundist eitthvað gruggugt við Jónsann - og er ekki einn um það.

Finnst eins og hann spili með hinu liðinu.

Hann hefur reyndar alltaf neitað því, sagt um fordóma að ræða og bent á konu sína og börn því til stuðnings. 

Það má vel vera að hann spili...

Nema hvað Jónsinn settist í settið hjá Hemmanum og kynnti einhverja uppákomu austur á fjörðum þar sem hann syngur lög eftir Freddy Mercury og félaga hans í bresku hljómsveitinni Queen.

Minnir að Hemmi hafi spurt eitthvað á þessa leið (og spurningin er umorðuð): Ertu heitur fyrir Mercury?

Nei, svaraði Jónsi. En pabbi minn hefur alltaf verið svolítið "svag" fyrir honum.

Það var þá....

Hér til hliðar er mynd af Mercury í konuklæðum. Hann spilaði með hinu liðinu og klæddist leðri eins og Óskar bróðir - sem stundum setur sokka á brjóstkassann þegar hann er í glasi.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er nú svo eldfimt svæði að maður þorir varla að kommenta. Hmmm, vegið að karlmennsku þjóðkunnra einstaklinga. (Og þó ekki, því ekki verður Freddy heitinn Mercury vændur um skort á karlmennsku.) Hvurnig er það annars, á ekki Snillingurinn eitt stærsta safn Queen platna sem um getur á landinu?

ÓKÁ (IP-tala skráð) 27.10.2006 kl. 17:30

2 Smámynd: snillingur-jón

Tja, frændi. Queensafnið er history, skipti því að mest í Safnarabúðinni fyrir eldgamlar og æðislegar plötur með Charlie Parker og Mingus, svo eitthvað sé nefnt.

Það er hins vegar fjarri að tónlist hljómsveitar með samkynhneigðum söngvara - sem þó virtist (og hér legg ég áherslu á "virtist") vera karlmennskan uppmáluð þótt hann léti taka sig endrum og eins í óæðri endann - sé eitthvað slæm. Hinn hugsandi maður hlýtur að sjá að það er ómögulegt.

Tónlist Queen var að mestu fín. Margt var þó slæmt en annað flott. Ekkert að því...

snillingur-jón, 27.10.2006 kl. 20:34

3 Smámynd: snillingur-jón

Tja, frændi. Queensafnið er history, skipti því að mest í Safnarabúðinni fyrir eldgamlar og æðislegar plötur með Charlie Parker og Mingus, svo eitthvað sé nefnt.

Það er hins vegar fjarri að tónlist hljómsveitar með samkynhneigðum söngvara - sem þó virtist (og hér legg ég áherslu á "virtist") vera karlmennskan uppmáluð þótt hann léti taka sig endrum og eins í óæðri endann - sé eitthvað slæm. Hinn hugsandi maður hlýtur að sjá að það er ómögulegt.

Tónlist Queen var að mestu fín. Margt var þó slæmt en annað flott. Ekkert að því...

snillingur-jón, 27.10.2006 kl. 20:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband