Fluttir frá Blönduósi

Reykjavík

Við Óskar bróðir eru fluttir frá Blönduósi. Þetta hefur verið í bígerð um þónokkurn tíma. Ég gafst upp á hreingerningunum og flutti til höfuðborgarinnar á nýjan leik. Óskar gafst upp á aðgerðaleysinu í atvinnuleysinu og flutti í foreldrahús á Selfoss. Hann býr þar í litlu herbergi inná Ma&Pa eins og í gamla daga. 

Þetta er yndislegt enda er maður orðinn orkubolti eftir útlegðina.

Nú komum við sterkir fram á vígvöllinn!

Ég ætlaði ekki að gera grein fyrir gengi áhættusjóðsins, sem átti að skila svo miklum hagnaði að Warren Buffett og Björgólfur Thor hefðu orðið rauðir af öfund. Hann hefur engu skilað og stendur í 100 kalli - hundrað krónur! Nokkrir miðar í Lengjunni hafa næstum því skilað vinningi og í nokkrum tilvikum var einungis einn leikur af fjórum til fimm rangur. En það er ekki nóg og þar af leiðandi hefur allt verið á niðurleið. 

En nú er þetta allt að koma. Frá og með flutningunum blæs ég nýju lífi í sjálfan mig.

Mæti uppblásinn og stæltur fram á skeiðvöllinn.

Velkominn ég! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband