Umburðarlyndi I

Umburðarlyndi dúddinn með puttana

Þótt málaflutningur Magnús Þórs Hafsteinssonar, þingmanns Frjálslynda flokksins, hljómar í fyrstu sem örgustu fordómar þá held ég að margt sé til í því sem hann segi. Verst að fordómapúkarnir flykkjast um hann. En það eru ekki bara fordómar í garð fólks af erlendum uppruna á Íslandi sem þarf að kanna heldur margt fleira, svo sem fordómar í garð homma og lesbía, svertingja, meðlima Krossins og Betels, eldri borgara, öryrkja og einhentra. 

Sniðugt samt, að Frjálslyndi flokkurinn skuli vísa í frelsi og að því virðist víðsýni. Flokkurinn hefur upp á svo lítið að bjóða að hann ætti eiginlega að heita Einsýni eða Þröngsýni flokkurinn.

Flokkur með slíkt nafn mun örugglega verða stofnaður á næstu árum - í Færeyjum! 

Ég stóð mig að því í gær að hlusta á konu tjá sig um gleði í útvarpinu. Hún talaði svolítið óskýrt og þarf af leiðandi dró ég þá ályktun að hún væri þunglyndissjúklingur á geðlyfjum. Hún var eitthvað svo hress í þunglyndinum, að mér fannst. 

Beið bara eftir því að hún segði að þetta væri allt að koma. Hún biði eftir bjartari dögum þegar hún fengi afl, yrði glöð og svo framvegis. Það er víst til stuð, ímyndaði ég mér að hún segði. „En ég þekki það náttúrlega ekki,“ heyrðist mér hún segja brostinni og þreyttri röddu.

Svo kom hún inn á fordómana. Ég heyrði ekki beint í henni fyrir umferðarnið og þvoglumælgi - rétt eins og það væri eitthvað að henni kjálkunum. En þegar hún talaði um stórt .... (umferðaniður) og svertinga skellti ég upp úr enda grunaði mig hvað hafði komið fyrir kjálkana.

Á endanum rann hins vegar upp fyrir mér ljós: Hún var pólsk.

Það fannst mér nú ekki merkilegt enda nennti ég ekki að hlusta á einhverjar skúringakerlingar með doktorsgráðu í atferlissálarfræði og slökkti á útvarpinu.  

Næstu daga mun ég ræða um fordóma í samfélaginu undir yfirskriftinni Umburðarlyndi I-V. 



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst nú engin ástæða til að taka undir með Magnúsi Þór Hafsteinssyni, enda heyrist mér málflutningurinn hjá honum og þeim félögum í þjóðernishægrimennskunni langt því frá fordómalaus.

ÓKÁ (IP-tala skráð) 8.11.2006 kl. 11:02

2 Smámynd: snillingur-jón

Bíddu bara og sjá, frændi! Þeir síðustu koma fyrsti og þeir fyrstu koma síðastir. Held að Magginn verði á meðal þeirra síðustu...

snillingur-jón, 8.11.2006 kl. 11:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband