Eyrarbakki sekkur í sæ...

Risaalda við strendur Íslands

Ég hef verið að fylgjast svolítið með fréttum af risaflóðbylgunni sem veðurfræðingar hafa varað við að skelli á ströndum N-Japans í dag. Þetta er skelfilegt. Er samt ekki frá því að 40 sentímetra há flóðbylgja skaði varla nokkurn mann, enda rétt svo hnédjúpt. 

Kannski stærðarhlutföllin séu öðruvísi hér á landi og í öðrum löndum.

Hver hefur t.d. séð japanska körfuknattleiksliðið? Nei, ég bara spyr... 

Eða hvað: Velti því alvarlega fyrir mér og láta veðurfræðingana í útlöndum vita af því sem er að gerast við strendur Íslands. Þangað berast hærri öldur og allt yfir 50 sentímetra háar! 

Eyrarbakki gæti sokkið í sæ! 

Og hvað með Stokkseyri?

Verður ekki að banna fólki að leita fanga í Hvalfirði þar sem ölduhæðin getur orðið allt að 20 sentímetrar!

Jesús Kristur! Ég verð að hætta að fara í bað. Þegar ég stíg ofan í það bærast öldurnar og fara upp í allt að 5 sentímetra!

Ég gæti drukknað... 


mbl.is 40 sm há flóðbylgja skall á strendur Japans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband