1.12.2006 | 12:07
Fá menn "það" á Alþingi?
Og talandi um skrýtnar fyrirsagnir og fréttir. Ein af betri fyrirsögnum sem ég hef rekið augun í birtist á Textavarpi RÚV fyrir nokkrum árum.
Hún var eitthvað á þessa leið: Borgarstjóri reið minnihlutanum.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var borgarstjóri í Reykjavík á þessum tíma. En sá tími var einhver hundrað ár, eða hér um bil.
Á forsíðu Vísis.is í dag birtist ekki síðri fyrirsögn. Hún var svona: Margrét ætlar að taka sæti ef hún fær það.
Hvað er þetta það? Freudíska sleipiefnið hefur aldeilis hleypt þeim á skeið sem eru þannig þenkjandi...
Hér er auðvitað vísað til Margrétar Sverrisdóttur, sem óvænt var sagt upp starfi framkvæmdastjóra hjá Frjálslynda flokknum, en hún ætlar að taka sæti á lista flokksins ef hún fær það í leiðbeinandi forvali hjá flokknum.
Guðjón segir Margréti þurfa tíma í aðdraganda kosninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég er búinn að lesa í smá tíma á blogginu þínu... þú ert fyndinn og I will be back!
Gunnar Helgi Eysteinsson, 1.12.2006 kl. 12:36
Danke. Bendi bara á það sem þörf er að benda á....
snillingur-jón, 1.12.2006 kl. 15:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.