Færsluflokkur: Bloggar
9.2.2007 | 12:35
Martröð snillingsins
snillingur - jón hrökk upp við vondan draum í nótt. Algjöra martöð...
Dreymdi að hann gengi inn á baðherbergi sem var langt og mjótt. Lokaði hurðinni, tók buxurnar niður og tók til við hamaganginn.
Horfði á dyrnar í fjarska. Langt í þær.
Rak upp stór augu enda hafði gleymst að setja lásinn á. Ekki nokkur leið að teygja sig í dyrnar. Reyndi þó, en buxurnar voru snillingnum fjötur um fót.
Hamagangurinn var kominn hálfa leið niður í postulínið þegar hurðin opnaðist...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.2.2007 | 09:48
Vinstri-Björn?
Þær eru ekki góðar fréttirnar af Birni Bjarnasyni, dómsmálaráðherra. Mikið hefur legið á Birni og öðrum góðum og gegnum Sjálfstæðismönnum síðustu daga. Ekki síst eftir að aðilar í ákveðnu máli voru dæmdir saklausir.
Svo má lengi telja upp ýmislegt, sem hreinlega hefur horfið undan flokknum.
snillingur-jón veltir því fyrir sér hvað bókmenntafræðingar lesa úr veikindum Björns þegar hægra lunga hans hreinlega fellur saman.
Það er aldrei að vita nema vinstri slagsíða sé komin í dómsmálaráðherrann
Tja, betra er seint en aldrei, myndu einhverjir segja....
Hægra lunga Björns Bjarnasonar féll saman | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.1.2007 | 13:46
Núll í hagnað - þó ekki í mínus
Fjárfestingafélag snillings-jóns skilaði ekki krónu í kassann á síðasta ári. Enginn samanburður er til fyrir árið á undan.
Fjárfestingafélagið leggur fjármuni undir leiki í Lengjunni og stóðu vonir til að ávaxta pundið með eindæmum vel. Það gerðist ekki.
Eittþúsund krónur - 1.000 kall - var settur í höfuðstól fjárfestingafélagsins. Afkoman reyndist hins vegar í lélegra lagi þar sem enginn vinningur kom á miða félagsins. Súnkuðu því vonir manna niður í svotil ekki neitt, sem er í hlutfalli við hagnaðinn.
Arðsemi eigin fjár fjárfestingasjóðsins var engin og eru eignir sjóðsins engar þar sem bækur hans hafa verið tæmdar. Að sama skapi er eiginfjárhlutfallið ekki neitt.
snillingur-jón er hins vegar bjartsýnn á yfirstandandi ár. Þar sem rekstur fjárfestingafélagsins er smár í sniðum og yfirbyggingin engin hefur hugmyndafélagið litla flugan tekið við rekstrinum. Litlar breytingar verða á rekstri félagsins að öðru leyti en því að áður var ég einráður sjóðsstjóri en gegni nú stöðu stjórnarformanns litlu flugunnar. Þá verður árinu skipt upp í fjóra hluta, líkt og hjá almennilegum stórfyrirtækjum.
Við höfum ákveðið að láta 1.000 krónur renna til sjóðsins á nýjan leik og verður honum varið til veðmála á fyrsta ársfjórðungi. Að honum loknum mun félagið senda frá sér afkomuskýrslu þar sem gerð verður grein fyrir hagnaði ársins.
Við erum bjartsýn á framhaldið og gerum ráð fyrir gríðarlegum hagnaði af þúsundkallinum á næstu þremur mánuðum, segir snillingur-jón, stjórnarformaður litlu flugunnar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.1.2007 | 10:36
Landsleikur á línunni
Litla flugan kunngjörir í dag að snillingur-jón fylgdist með leik Íslendinga og Dana í gær án þess svo mikið sem kveikja á sjónvarpi eða útvarpi. Hann fór heldur ekki á leikinn. Óskar Aðalsteinn, bróðir hans sem búsettur er í foreldrahúsum á Selfossi, hringdi látlaust í hann á meðan leiknum stóð í gærkvöldi og tilkynnti honum um hvert markið á fætur öðru af miklum móð.
snillingur-jón segir: Þetta var ægileg stund. Ekki fyrir Íslendinga eða landsliðið, þannig séð. Þetta er erfitt fyrir mig enda hafði ég komið mér vel fyrir í stofunni heima með bókina Yosoy eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur sem ég keypti í kiljuformi gær og var nýbúinn að rífa utanaf henni plastið þegar síminn hringdi. Það var Óskar bróðir til að segja mér að við hefðum komist yfir. Staðan væri .... ég man hana ekki. Síðan skellti hann á.
Ég var búinn með svona hálfa blaðsíðu þegar Óskar hringdi aftur og sagði mér að Danir hefðu komist yfir. Ég missti þráðinn og varð að byrja upp á nýtt eftir að hann sleit samtalinu nokkrum sekúndum síðar.
Ég náði góðum spretti í hálfleik en að honum loknum tók ekki betra við. Svo ég tali ekki um framlenginguna en þá varð ég bókstaflega að leggja bókina frá mér því Óskar hékk á línunni og lýsti fyrir mér leiknum með tilfinningaríkum og leikrænum hætti.
Hvort íslenska landsliðið leikur í kvöld eða ekki veit ég ekki. Ef svo verður ekki vonast ég til að komast eitthvað áleiðis í bókinni, sem lofar góðu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.1.2007 | 10:17
Tengslanetið teygt og togað yfir kokteil
Litla flugan kunngjörir að snillingur-jón hafi farið í nokkuð stórt kokteilboð á föstudagskvöldið. Teitið stóð frá klukkan 19 og stóð langt fram eftir nóttu. Tengslanetið var teygt og togað, eflt til hins ýtrasta og bönd bundin (svo vitnað til þjóðskálds sem vill ekki láta nafns síns getið).
Af kokteilboðinu er ekki meira að segja. En Óskar Aðalsteinn, bróðir snillings-jóns er bæði sár og reiður yfir því að hafa ekki verið boðið. Hann segir:
Þetta er svekkkjandi. Þótt ég hafi verið búsettur hjá foreldrum okkar á Selfossi í nokkrar vikur í leit að sjálfum mér þá er óþarfi að skilja mig útundan. Þetta var ömurlegt kvöld í faðmi foreldranna þar sem við lágum á meltunni öll þrjú fyrir framan skjáinn, hámuðum í okkur ís og horfðum á X-Factor. Ég hef örugglega bætt á mig nokkrum grömmum, sem vart var á bætandi.
snillingur-jón svarar gagnrýni bróður síns i samtali við litlu fluguna á þann veg að ekki hafi hentað að koma til fjölmennrar veislu í fylgd með samkynhneigðum bróður sínum. Slíkt hefði ekki litið vel út . Þá hefði vel mátt búast við að eftir nokkur glös hefði Óskar lagst á menn og þrýst á að þeir fylgtu liði með sér í baráttunni fyrir því að stytta yrði reist af Einari Bárðarssyni umboðsmanni og plöggara á umferðareyjunni við Ölfusárbrú á Selfossi.
Engu skipti hver niðurstaðan verði í styttumálinu. Ég hef ekki áhuga á styttum af Einari, allra síst að hann verði það fyrsta sem ég sé þegar ég kíki á Selfoss, sagði snillingur-jón.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.1.2007 | 12:13
Kraftur á málþingi um setningarstöðu sagna?
Litla rækjan mælir með málþingi um setningarstöðu sagna, að því virðist í evrópsku samhengi, sem haldið er í Þjóðminjasafni Íslands í dag og á morgun. Þingið hófst klukkan 11 í morgun og stendur fram til klukkan 18:30. Margt athyglisverðra uppákoma eru auglýstir á málþinginu en þeir tengjast setningarstöðu sagna ekki á nokkurn hátt.
Í boði eru heilir tíu fyrirlestrar í dag jafnt á íslensku sem útlensku.
Athygli vekur að eftir hverja tvo fyrirlestra, sem standa yfir alltof lengi, er boðið upp á langt hádegishlé og kaffihlé í tvigang.
Trompið eru hins vegar orkudrykkirnir sem bornir verða fram klukkan 17 í dag. Þátttakendur hafa 10 mínútur til að svolgra þeim í sig áður en þeir setjast niður yfir siðustu tveimur fyrirlestrunum.
Ekki kemur fram í tilkynningu um málþingið hvort boðið verði upp á Bombu, Magic eða aðra töfradrykki til að halda áhugafólki um setningarstöðu sagna vakandi á síðustu metrum málþingsins.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.1.2007 | 01:12
Vel tekið í Litlu rækjuna - allt á uppleið
Netverjar hafa tekið vel í Litlu rækjuna. Einn netverji kíkti á hana í gær svo vitað sé og skrifað heilt komment í þartilgert kerfi. Því var svarað undir eins.
Á sama tíma hefur verið ákveðið að breyta svolitlu í rekstri Litlu rækjunnar. Í fyrsta lagi mun Litla rækja framvegis heita litla rækjan - með litlu elli - auk þess sem snillingur - jón, stofnandi litlu rækjunnar og aðal hugmyndasmiður hennar, hefur tekið við stöðu stjórnarformanns.
Ég hef þreifað lengi á litlu rækjunni frá því ég stofnaði hana í gær. Eftir mikinn vöxt hennar síðdegis hefur verið ákveðið að ég taki alfarið við stjórn hennar og sigli þessu mikla fleyi sem litla rækjan er víða. Ég mun einblína á marga hluti og koma víða við þó án þess að missa sjónar á markmiðinu, segir snillingur - jón, nýr stjórnarformaður litlu rækjunnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.1.2007 | 11:15
snillingur - jón verður.... félag!
Ég hef ákveðið að stofna félag um sjálfan mig. Félagið mun heita Litla rækjan. Félagið mun ekki sinna neinu öðru en mínum eigin dyntum og framkvæma allt það sem mér dettur í hug. Breytingarnar verða því þær að ég mun ekki lengur fjalla um sjálfan mig í fyrstu persónu heldur heyra gjörðir mínar undir framkvæmdir Litlu rækjunnar.
Þetta er í annað sinn sem ég tek mér fyrir hendur að heyra undir félag á borð við Litlu rækjuna en fyrir nokkrum árum gerðist ég málpípa sojasósufyrirtækis í Japan.
Afleiðingarnar voru skelfilegar enda neyddist ég til að innbyrgða sojaógeð í hvert mál og virðist hafa þróað með mér átröskun og hugarvíl af öllu tagi.
Litla rækja er hins vegar framför, að mínu viti. Fyrstu skrefin í jákvæða átt verður iðrahreinsun og bætt heilsa auk þess sem ég mun leggja áherslu á auðsöfnun með geysiháum vinningum í Lengjunni.
Heill þúsundkall verður lagður inn í sjóð og tekið af honum við tækifæri.
snillingur - jón þakkar þeim sem á hlýddu og býður alla velkomna að taka fagnandi LITLU RÆKJUNNI!
Gjöriðisvovel.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.12.2006 | 10:51
Skrattinn tekur það sem skrattans er...
Veit ekki hverjir syrgja Augusto Pinochet að nánustu ættingjum hans og helstu stuðningsmönnum undanskildum. Ekki græt ég hann.
Samkvæmt arfalélega yfirlesinni frétt á forsíðu Morgunblaðsins í dag segir að nánustu ættingjar hans hafi verið hjá einræðisherranum fyrrverandi á meðan hann kvaddi þennan heim. Held að nær hefði verið að láta aðstandendur þúsunda fórnarlamba hans sem myrtir voru í stjórnartíð Pinochets standa við rúmið á dánardægrinu.
Segi nú bara: Skrattinn fær það sem skrattans er.
En mikið assgoti þurfti hann að bíða lengi eftir einum...
Thatcher hrygg yfir andláti Pinochets | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.12.2006 | 10:24
Ísland Ameríka...
Ef marka má forsíðufrétt Morgunblaðsins í dag virðist sem íslensk og bandarísk eiga margt sameiginlegt. Í það minnsta virðist engu skipta hversu oft stjórnvöldum beggja landa er bent á að þau séu að fara villu vegar, að afleiðingar gjörða þeirra verði svona og svona og þvert á það sem stjórnvöld vonast, þá skella þau skollaeyrum við.
Það eru nokkur ár liðin síðan George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir því að stríðinu í Írak væri lokið. En...
Man ekki betur en að haft hafi verið eftir honum í fréttum fyrir skömmu að hann sæi fram á frið Írak.... já, já.
Það er sorglegt er bandaríska matvörukeðja hættir sölu á íslenskum afurðum í verslunum sínum enda verður áralöng markaðssetning blásin út í hafsauga eins og ekkert sé.
Allt fyrir nokkra hvali sem veiddir eru þrátt fyrir "tilfinningasemi" örfárra einstaklinga.
Þetta þarf allt endurskoðunar við...
Írak helsta umræðuefni Blairs og Bush í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)