Ísland Ameríka...

Ef marka má forsíðufrétt Morgunblaðsins í dag virðist sem íslensk og bandarísk eiga margt sameiginlegt. Í það minnsta virðist engu skipta hversu oft stjórnvöldum beggja landa er bent á að þau séu að fara villu vegar, að afleiðingar gjörða þeirra verði svona og svona og þvert á það sem stjórnvöld vonast, þá skella þau skollaeyrum við. 

Það eru nokkur ár liðin síðan George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir því að stríðinu í Írak væri lokið. En...

Man ekki betur en að haft hafi verið eftir honum í fréttum fyrir skömmu að hann sæi fram á frið Írak.... já, já. 

Það er sorglegt er bandaríska matvörukeðja hættir sölu á íslenskum afurðum í verslunum sínum enda verður áralöng markaðssetning blásin út í hafsauga eins og ekkert sé. 

Allt fyrir nokkra hvali sem veiddir eru þrátt fyrir "tilfinningasemi" örfárra einstaklinga.

Þetta þarf allt endurskoðunar við...  


mbl.is Írak helsta umræðuefni Blairs og Bush í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heimur versnandi fer...

Óli Kr. (IP-tala skráð) 8.12.2006 kl. 00:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband