Fínt fyrir austan

Heyrðu í Óskari bróður um helgina. Hann lætur vel af dvölinni í foreldrahúsum á Selfossi þrátt fyrir ólgu í bæjarstjórn Árborgar. Ekki svo að skilja að hann hlusti eftir því enda lætur hann sér stjórnmál sem vind um eyru þjóta. 

Og jafnvel ekki það heldur tekur hann allavega ekki eftir einhverjum stjórnarslitum.

Hann lá yfir X-Factor og segir, að Selfossbær ætti að reisa styttu af Einari Bárðarsyni, sem hefur komið bænum rækilega á kortið með stórglæsilegri framgöngu sem stjóri Skítamórals sem og í Idol-þáttunum og áðurnefndum X-Factor.

Ekki slæm hugmynd það og ég mælti með því að styttan af Einari myndi standa fyrir framan Kaupfélagshúsið hvar hann stal oft túrtöppum í æsku til að bleyta í pollum og henda í bíla sem óku hjá. 

Það er enginn maður með mönnum nema hann hafi komið á Selfossi, að sögn Óskars sem hefur komið á Blönduósi, í Vínarborg, Reykjavík og eflaust miklu fleiri stöðum.

Nú er spurning hvort annað hvort Einar B. eða Óskar bróðir gerist ekki bara þingmaður Sunnlendinga.

Því þá er hægt að segja: Það er enginn maður með mönnum nema hann fái "það" á Alþingi.


mbl.is Viðræður um myndun nýs meirihluta í Árborg munu standa fram á kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta verður að vera stór stytta!

ÓKÁ (IP-tala skráð) 4.12.2006 kl. 11:35

2 Smámynd: snillingur-jón

Já, mjög stór og meiri á alla kanta frekar en hæðina. Samt ekki þannig að hún skyggi á gamla Kaupfélagshúsið, sem er náttúrlega sögulegur arkítektúr...

snillingur-jón, 4.12.2006 kl. 11:38

3 identicon

Hún verður að standa á hringtorginu við brúarsporðinn þannig að óskasonurinn taki á móti fólki á leið inn í bæinn.

 Einar

Einar J (IP-tala skráð) 4.12.2006 kl. 19:04

4 identicon

Já og vinki þeim sem fara.

ÓKÁ (IP-tala skráð) 5.12.2006 kl. 09:23

5 Smámynd: snillingur-jón

Persónulega held ég að ekkert verði úr þessu enda allir pjéningarnir í Árborg að renna í vasa þriggja bæjarstjóra á launum. Grálúsugt og sorglegt mál. 

Hálfvorkenni Einari Bé (ú, jé) útaf þessu...

snillingur-jón, 5.12.2006 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband