Skrattinn tekur það sem skrattans er...

Veit ekki hverjir syrgja Augusto Pinochet að nánustu ættingjum hans og helstu stuðningsmönnum undanskildum. Ekki græt ég hann.

Samkvæmt arfalélega yfirlesinni frétt á forsíðu Morgunblaðsins í dag segir að nánustu ættingjar hans hafi verið hjá einræðisherranum fyrrverandi á meðan hann kvaddi þennan heim. Held að nær hefði verið að láta aðstandendur þúsunda fórnarlamba hans sem myrtir voru í stjórnartíð Pinochets standa við rúmið á dánardægrinu.

Segi nú bara: Skrattinn fær það sem skrattans er.

En mikið assgoti þurfti hann að bíða lengi eftir einum... 

 


mbl.is Thatcher hrygg yfir andláti Pinochets
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er nú búinn að lesa þessa frétt á forsíðunni tvisvar og kemst ekki hjá því að finnast eitthvað einkennilegur tónn í henni. Valdarán og fasismi Pinochets er afskrifaður sem svo að þar hafi verið "liður í hugmyndafræðilegri baráttu kalda stríðsins" og að hann hafi þótt "stýra með harðri hendi".

Maður er nú alveg bit yfir svona fíflaskap. Af hverju ætli sé stigið svona varlega til jarðar í þessari forsíðufrétt. Er Pinochet einn af gömlum vinum Morgunblaðsins? 

(Ætli blaðið sér að lifa af hæringar í fjölmiðlaheiminum held ég að það ætti að reyna að venja sig af þeim ósóma að eiga vini og hafa skoðanir og einbeita sér að því að segja fréttir.) 

ÓKÁ (IP-tala skráð) 11.12.2006 kl. 20:12

2 Smámynd: snillingur-jón

Ég man ekki betur en að Pinochet hafi löngum verið talinn til vina hægri aflanna. Ágæt vinkona hans var t.d. Margrét Thatcher, fyrrum forsætisráðherra Bretlands. Reyndar er það plús fyrir karl að hann náði ágætum efnahagsumbótum í landinu, m.a. með hjálp Miltons Friedman. Verst er hversu aðgerðirnar voru dýrkeyptar fyrir þjóðina í mannslífum talið.

Mogginn hefur reyndar oft verið legið á hálsi fyrir að styðja "röng" öfl, svo sem Hitler á fjórða áratug síðustu aldar, sem auglýsti Ísland með betri árangri en Útflutningsráð náði nokkurn tíma. Um það má víst ekki tala og ég held að Morgunblaðið stæri sig ekkert sérstaklega af því... 

snillingur-jón, 12.12.2006 kl. 12:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband