Færsluflokkur: Bloggar

Flatfiskur, saltfiskur, botnfiskur og útskorinn þorskur

Allt er nú til. Ég hef oft heyrt um loðnu og saltfisk, ýsu, ufsa, kola, löngu og línu. En um útskorinn þorsk, ýsu og steinbít hef ég aldrei heyrt.

Vonandi að þjófarnir sem stálu verkunum í Garði skelli aflanum ekki á grillið í þeim tilgangi að snæða hann eins og hverjir aðrir fengsælir veiðimenn, svona þeirra vegna. 

 


mbl.is Þjófnaður á útskornum þorski
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ástarhreiður á Blönduósi?

Tveir hreiðurbúar

Óskar bróðir rak augun í nýjasta tölublað Séð og heyrt um helgina og renndi yfir greinina um ástarhreiður Jónsa í Sigur Rós og unnusta hans á Stokkseyri. Hann spurði hvort við ættum ekki að skella okkur á Stokkeyri líka og koma okkur fyrir í litlu og krúttlegu húsi.

Ég spurði hann hvort það væri ekki nóg að búa á Blönduósi.  Það væri kannski ekki krúttlegt en hérna værum við.

Það þarf varla að taka það fram að Sigur Rósararnir halda tvö heimili samkvæmt Séð og heyrt. Annað á Stokkseyri og hitt á ys og þys götunni Laugarvegi í Reykjavík. Nær miðbænum kemst maður varla.

Og varla gætum við keypt okkur hús á Stokkseyri. Þá værum við komnir með tvo dvalarstaði, annan hér, sem við reyndar leigjum, og hinn í öðrum útnára. Tveir útnárar eru mínus, sagði ég Óskari.

Ekki krúttleg tilhugsun, fannst mér. 

Svo hefði ég engan áhuga á einhverju hottintotti í hreysi á Stokkseyri enda værum við bræður og samkynhneigt stuð okkar á milli væri örugglega bannað með lögum.

Slæm byrjun hjá áhættusjóðnum

Byrjendaóheppni einkenndi afkomu fyrstu viku áhættusjóðsins sem ég setti á laggirnar í síðustu viku. Heill þúsundkall - 1.000 krónur! - voru í sjóðnum sem einbeitir sér að veðmálum á enska leiki í Lengjunni.

Ég veðjaði 100 kalli - hundrað krónum! - á sex leiki í ensku deildinni, sem hefðu skilað 10.789 krónum í kassann hefðu þeir verið réttir.

Hefði þetta gengið eftir hefði hagnaðurinn verið ævintýralegur - alveg hreint ótrúlegur - og langtum betri en Björgólfur Thor og Warren Buffett hefðu nokkurn tíma þorað að lofa.

En ég lofaði langt upp í ermina á mér.

Af sex leikjum var einungis einn réttur sem skilaði ekki krónu í kassann.

Semsagt. Áhættusjóður snillingsins skilaði 100 króna tapi fyrstu vikuna, sem jafngildir 10 prósenta tapi í heildina litið.

Í vikunni er ætlunin að veðja á færri leiki í enska boltanum með minni hagnaðarvon en hagnaði þó.

Nú er bara að bíða og sjá! 


Hrútaþuklarinn - stórmynd um ástir í íslenskri sveit

Þuklað par úr Skagafirði?

Jasso. Allt er nú til. Ég sem hélt að hrútaþukl væri bannað samkvæmt Jónsbók. En sé fyrir mér ágætis kvikmynd í leikstjórn Baltasars Kormáks eða Friðriks Þórs Friðrikssonar. Hrútaþuklarinn - stórmynd um ástir í íslenskri sveit. 

Myndin er svona:

Hrútaþuklari um fimmtugt, sem farið hefur víða um land og káfað undir hrúta, kemur á bæ einn í Skagafirði til að snerta um tvöhundruð sauðadjásn fyrir næstu sláturtíð. Hann fellur hug til ekkju á næsta bæ, sem er við það að falla undir gjaldþrotahamar sýslumannsins á Sauðárkróki - eða hvarsem hann er nú staddur. Bústofn hennar er lélegur og lítið undir sauðum.

Þau Hrútaþuklarinn og ekkjan ganga í hjónaband og karlinn ættleiðir dótturina. 

Hrútaþuklarinn káfar sig til farsældar og saman stefna þau hjónakorn inn í framtíðina með best þuklaða búfjárstofn sem sögur fara af í Skagafirði.

Hann verður ýmist kallaður þuklaði stofninn eða hrútarnir, sem snertir voru af meistarans höndum.

Allt er í lukkunnar velstandi á bænum þar til Hestahvíslarinn kemur á staðinn.

Sveimérþá ef meistarar íslenskrar kvikmyndagerðar séu ekki með efniðvið í höndunum sem jafnast á við myndina Brýrnar í Madisonsýslu, sem konur talsvert yfir miðjum aldri, horfðu á með tárin í augunum fyrir nokkrum árum. 


mbl.is Keppt í hrútaþukli á Ströndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er eitthvað við Skoda sem skelfir mig

Skódi.

Ég veit ekki hvað það er við Skódann sem skelfir mig. Held að það séu gömlu Skódarnir, sem annaðhvort biluðu á leið út úr kassanum á höfninni eða lifðu upphaflega eigandann.

Held að Hekla þurfi að gera meira en að bjóða okkur bræðrunum upp á pylsur og blöðrur við kynningu á nýja Skódanum.

Nema það sé að ég hafi ekki skilið nýju bílana í botn og muni bara hvernig þeir voru heldur en hvernig þeir eru, sem er víst eins og bera saman kartöflur og appelsínur enda held ég að Volkswagen framleiði bílana, sem séu orðnir traustari en helvíti.

Ég átti einu sinni Skóda. En það er svo langt síðan að Óskar bróðir var streit. Við brunuðum hringinn á þremur dögum. Lögðum upp frá Selfossi á föstudegi og skitum ekki fyrr en á Akureyri daginn eftir.

Sveimér þá ef það var ekki kaldara inni í bílnum en fyrir utan hann þessa júlíhelgi sem við settum bensínið í botn og brutum óvart hávaðastillinguna af útvarpinu með þeim afleiðingum að við blöstuðum Bylgjuna af krafti í 500 og eitthvað kílómetra. Það slokknaði ekki á útvarpsskrattanum fyrr en ég drap á bílnum þegar við renndum í hlað heima. 

Þegar við komum aftur heim á Selfoss var ég kominn með rífandi kvef og var með dúndrandi suð í eyrunum.

Það hvarf á þremur dögum og kvefið viku síðar.

Miðað við afleiðingarnar sem ferðin hafði á mig má allt eins vera að ég hafi skilað Óskari bróður samkynhneigðum heim.

Síðan þá hef ég aldrei stigið aftur upp í Skóda.

Ég veit ekki með Óskar bróður en hef engan áhuga á því að vita hvað hann hefur gert í Skóda.

mbl.is Hekla sýnir nýjan Skoda í nýjum sýningarsal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sorgleg goggunarröð

Sorglegt en satt. Svona er goggunarröðin í lífinu. Maður verður að drífa sig upp svo maður fari ekki bókstaflega á kaf.

Ætli maður verði ekki að hrista af sér slenið og finnskuna og fara að koma sér upp úr rúminu.  


Sjóðsstjórinn snillingur-jón

Jæja. Þá er komið að því. Enski boltinn að byrja aftur. Það merkir ekki að maður setjist á hverjum laugardegi og horfi á fullorðna karlmenn á ofurlaunum sparka bolta sín á milli á grasbletti í Bretlandi.  Nei. Það táknar að íslenski boltinn er að fara í frí svo maður getur loksins tippað á alvöru leiki í Lengjunni.

Og nú kemur rúsínan í pylsuendanum.

Ég hef sett á stofn sjóð með áhættufjármagni sem verður einungis nýttur til veðmála í Lengjunni. Í sjóðnum eru 1.000 krónur - eittþúsund krónur! - sem ég ætla að nota til þess arna. Í hverri viku legg ég óákveðna upphæð undir og greini svo frá því í upphafi hverrar viku hver niðurstaðan var í vikunni á undan.

Alveg eins og alvöru sjóðsstjórar.

Ég hef tilfinningu fyrir því að sjóðurinn muni skila ævintýralegri afkomu. Tölum sem þeir Warren Buffett og Björgólfur Thor hafa aldrei séð.

Ástæðan fyrir því að þúsundkall er í sjóðnum er sú að maður á alltaf að fara varlega á áhættufjárfestingum, líkt og Warren Buffett hefur margoft bent á.

Ég hef þegar byrjað. Setti 100 kall á sex leiki í enska boltanum, sem - ef vel fer - mun skila mér 10.789 krónum. Hreinn hagnaður af því yrði 10.689 krónur tæplega hundraðogellefufaldur hagnaður. 

Geri aðrir betur!

Nú er bara bíða spenntur og sjá... 


Taktu ráðum föður þíns með fyrirvara

Ég tek öllum fréttum þess efnis að maður eigi að hlusta á föður sinn með fyrirvara. Við Óskar bróðir hlustuðum alltaf á pabba og er árangurinn eftir því. Kannski hefði veröldin litið öðruvísi við hefðum við hunsað flestar ráðleggingar hans og gerst leigubílsstjórar í höfuðborginni eins og hann. Sem hann sagði okkur ekki að gera heldur ganga menntaveginn. 

Ég fór stundum með leigubíl í Háskólann en veit ekki hvort það skilaði mér nógu langt.

Núna ligg ég heima með flensu og snert af finnsku sem gerir það að verkum að ég bregð fyrir mér finnskum frösum í öðru hverju orði, sem reyndar gerir mig soldið cosmó.

En veit ekki hvort það komi til með að bæta mig sem mann.

Þegar ég er hress skúra ég með kunningja mínum í grunnskólanum.

Við Óskar bróðir leigjum saman litla skonsu á Blönduósi.

Óskar, sem er samkynhneigður og að mestu á atvinnuleysisbótum - hann vill ekki að ég gefi upp hvar hann fær aðrar tekjur - gerir mest lítið flesta daga en að horfa upp í loftið og rifja upp Austurríki, en þar bjó hann ásamt Jurgeni, kærastanum sínum.

En hann má eiga það hann Óskar bróðir að hann eldar ágætan mat

Hann er svo góður í puttunum, segir hann.

Ég hef litla löngun til að vita hvar hann hefur verið með fingurna, blessaður. 


mbl.is Timberlake fór eftir ráðleggingum föður síns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frekar dapur frumburður hjá Supernova

Amma mín spilar betri lög á hárbursta en þessir guttar!

Lá fyrir langt frameftir í gærkvöldi og horfði á Rockstar. Lá við hjartakasti þegar Supernova steig á svið og riffaði sig í gegnum löngu úrsérgengið GCD. Ef lagið er einkennandi fyrir hljómsveitina lofar frumburðurinn ekki góðu. 

Assgotinn.

Í hvert sinn sem ég opnaði munninn var finnskan enn við völd og Óskar skildi ekki baun.

En hann færði mér kakó, sem ég kann honum bestu þakkir fyrir. 

 


mbl.is Magni meðal þeirra sem fæst atkvæði fengu en heldur áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Með snert af Fleknesi og finnsku

Fleksnes flesknes

Ekki batnar það. Sænskan var ekki fyrr farin að rjátlast af mér að ég nældi mér í snert af Fleksnesi og finnsku. Líkaminn tútnaði út og röddin skekktist til. Óskar bróðir botnar ekkert í mér. 

Þurfti þess vegna að leggja sænsku spennusögurnar til hliðar enda hætti ég að skilja neitt í neinu og les núna Múmínálfana á frummálinu.

Verst með þetta Fleksnes enda verð ég óhemju klaufskur og býst heldur ekki við að nokkur taki alvarlega það sem ég hef að segja lítandi svona út.

Hérna er mynd af Fleksnes sem gerði það gott í Ríkisimbanum þegar heimurinn var svarthvítur.

Vonandi skilur fólk hvað mér líður illa þegar það sé myndina. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband