Færsluflokkur: Bloggar
14.8.2006 | 13:06
Á sjúkrahús smitaður af sænsku
Síðustu tvær vikur hafa verið afleitar. Á fimmtudag fyrir Verslunarmannahelgi tók sig upp gamalt sænsk með þeim afleiðingum að jafnaðarmennska helltist yfir mig og gat ég ekki tjáð mig nema á sænsku.
Det var ikke bra.
Óskar bróðir fór með mig á heilsugæslustöðina á Blönduósi. Læknirinn þar gaf mér einhverjar verkjatöflur og sagði mér að leggjast fyrir. En þær gerðu lítið gagn. Ég fann jafnaðarmennskuna dreifast út í fingurna og daginn eftir var ég farinn að brosa út í eitt og hjálpa til.
Guði sé oss næstur.
Ég hafði enga lyst á bjór um kvöldið og þessvegna ákvað Óskar að keyra með mig í bæinn og láta sérfræðing kíkja á mig. Sá lagði mig inn á LSH. Þar var ég strippaður, færður í rúm og svæfður í viku.
Þetta voru ömurlegir dagar. Þegar ég vaknaði á þriðjudag hafði ég lítinn mátt. Orkan var hins vegar einkennilega dreifð um líkamann, jöfnuð í fingrum og fótum og ég gat ekki einbeitt mér að neinu sérstöku.
Óskar, sem hafði fengið inni hjá "vini" sínum, kom í heimsókn á hverjum degi og las fyrir mig úr ljóðabókum Sigurðar Pálssonar, Ljóðvegasalt og Ljóðlínudans, sem var alveg skelfilegt. En ég gat ekki með nokkru móti maldað í móinn og sagði bara: Det er bra.....
Svo brast ég í grát. Óskar þerraði tárin, sem var fallega gert.
Núna er ég semsagt kominn aftur heim á Blönduós og er í veikindaleyfi fram í næstu viku. Sem er ágætt þannig séð. Hef samt lítið gert nema legið fyrir og lesið í bókum Sjöwall og Wahlö og Lisu Marklund á frummálinu.
Veit ekki hvernig mér tekst að skilja þær en plottið er yfirleitt ágætt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.8.2006 | 10:47
Hlý og mjúk steinsmuga
Steinsmugan hefur heldur betur lekið niður vinsældalistann í Bloggheimi Morgunblaðsins síðastliðnar tvær vikur. Hún er heit og góð, ljúf í niðurrennslinu.
Það er hátt fallið úr topp 30 í 240. sæti.
Mikil skvetta á botninum.
Gríðarlegur subbuskapur það.
Maður hefur bara ekki kraft í búknum.Útskýringar á brotthvarfinu koma síðar í dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.7.2006 | 13:40
Við fallega fólkið
Er kominn í baráttuna um efsta sætið! Ótrúlegt en satt, steinsmugan hefur runnið ljúflega upp í 29. sæti og etur kappi við Unni Birnu, eitt af fríðari fljóðum í heimi.
Við fallega fólkið stöndum alltaf saman.
Segi það enn og aftur: Sækjast sér um líkir...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.7.2006 | 16:50
Óskar bróður langar í Chippendales!
Óskar bróðir er dapur þessa dagana enda elskar hann karlana í Chippendales. Gott ef hann lumar ekki á plakati af þeim einhvers staðar oní skúffu.
Og nú er hópurinn að koma til Íslands. Óskar stökk næstum hæð sína í loft upp þegar hann heyrði af því enda hefur hann fylgst með frama þeirra í áratugi og fýsti umfram allt annað að sjá þá dilla bossanum á Broadway í höfuðborginni í ágúst. Hann langaði á þá, í þá og svo framvegis.
Ég sagði honum að það yrði langt þar til þeir kæmu á Blönduós.
Þegar hann rýndi betur í fréttina þá sá hann að þeir myndu skemmta kvenfólki.
Kvenfólki! Eins og karlmenn, eins og hann, hefði ekki gaman af því að sjá þá dilla sér.
Hann fær ekki að upplifa "tvo og hálfan tíma af unaði," eins og segir í frétt um þessa stælstu menn sem hafa skemmt bandarísku kvenfólki í tugi ára.
Ég velti því fyrir mér hvort ekki sé farið að slá svolítið í þá.
En aumingja Óskar bróðir. Hann á ekki séns í þessar 1.000 konur sem munu berjast um að fá jafnmörg sæti til að fylgjast með goðumlíku körlunum skekja búkinn.
Hann á bágt. Ég vorkenndi honum svo mikið að ég bauðst næstum því til að horfa á Ocean's 11 með honum í gærkvöldi. En við höfum séð myndina þrisvar og ég gat ekki hugsað mér að horfa á hana í fjórða sinn.
Las bók í staðinn.
Chippendales-hópurinn á Broadway í ágúst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.7.2006 | 16:12
Sigurgangan heldur óslitið áfram
Þessi dagur hefur verið óslitin sigurganga fyrir steinsmuguna. Rokkskríbentinum Árna Matthíassyni var velt úr sessi um fjögurleytið. Árni, sem hefur átt góðu gengi að fagna í bloggheimi Morgunblaðsins löngu áður en vefurinn fór í loftið, situr í 46. sæti en steinsmuga snillingsins í því 43.
Úr því sem komið er getur steinsmugan aðeins runnið í eina átt, upp.
Skil ekki þá sem segja það skömm að lenda undir steinsmugu.
Árni getur bara verið ánægður með það. Reyndar prísað sig sælan að hafa ekki lent undir Óskari bróður.
Það er beinlínis sárt.
Ekki að ég hafi reynt það sjálfur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.7.2006 | 11:57
Kominn í toppbaráttuna
Þá er steinsmugan búin að smjúga sér inn í baráttuna um toppsætið á topp hundrað. Kominn úr 211. sæti í 71. sæti. Til hamingju ég.
Ef meðfylgjandi graf tæki á auknum vinsældum steinsmugunnar þá myndi þá líta svona út. Endalínan færi jafnvel talsvert meira upp.
Þótt steinsmugan sé svotil tóm að innan og næringarlaus að mestu eins og steinsmuga er háttur þá má Orðið á götunni fara að passa sig.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.7.2006 | 11:01
Bónuslæknir, hér kem ég!
Grunaði ekki Gvend! Ég vissi að Ómar Ragnarsson, læknirinn, væri ríkur en ekki svo ríkur að hann yrði hæstgreiðandi opinberra gjalda í umdæminu okkar.
Ég fer framvegis til Gunnars hennar Lúllu, sem er svo ódýr að hann gengur undir nafninu Bónuslæknirinn hérna á Blönduósi.
Sniðugt að ná að skrifa í dag þar sem húsvörðurinn í skólanum er veikur.
Spurning hvort hann hafi nokkuð efni á að kíkja til Ómars, alnafna ofvirka skemmtikraftsins.
Ég vona samt að hann hafi ekki farið til Gunnars Lúllu.
Ómar Ragnarsson gjaldahæstur á Norðurlandi vestra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.7.2006 | 10:16
Óheppnar stórar stelpur
Óheppnar þessar stóru stelpu. Ekki aðeins þurfa þær að taka framsætin úr bílum svo vel fari um þær í aftursætinu heldur eiga þær í mesta basli með að ná sér í karl. Þessi minnir á Hightower úr Lögregluskóla-myndunum eða 50 feta konuna, sem kvikmynd var gerð um fyrir langalöngu.
Minnir eins og Daryl Hannah hafi leikið hana í ódýrri og drullulélegri endurgerði.
Ökumaður bílsins sem fréttin hér að neðan fjallar um var náttúrlega enn vitlausari að aka eins og bavíani með þessa risakonu á lausu í aftursætinu.
Risakona í aftursætinu og hraðakstur?
Mér finnst eins samband sé þarna á milli...
Slasaðist í framsætislausum bíl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.7.2006 | 15:19
Assgotans steinsmuga er þetta!
Maður skúrar eina stofu bara til að komast að því að steinsmugan hefur lekið niður um þrjú sæti á vinsældalista Moggabloggs. Hvers á maður eiginlega að gjalda?
Verð víst að hætta að nota tölvurnar hérna í grunnskólanum til bloggskrifa því húsvörðurinn kom að mér í hádeginu og skammaði fyrir hangs í vinnunni.
Eins og maður megi ekki nota hádegishléið til allra hluta.
Horfi til þess að komast í sumarfrí til að hífa steinsmuguna upp listann.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.7.2006 | 12:52
Enn vænkast hagur Strympu
Jæja, aftur er komið hádegishlé frá skúringunum í grunnskólanum á Blönduósi. Steinsmugan gengur vel og hefur runnið ljúflega upp vinsældalistann á Morgunblaðsvefnum.
Í upphafi síðustu viku sat ég kirfilega í 211. sæti, sem verður að teljast sorglegt. Með þátttöku í annars spennandi umfjöllun um framgöngu Magnans í Rockstar þá hefur hagurinn vænkast og situr steinsmugan mín nú við síðasta tékk í 116. sæti.
Sem verður að teljast fínn árangur.
Ég er alveg að fara að blanda mér í topp hundrað og stefni að því að skella slúðurkerlingunum í Orðinu á götunni úr toppsætinu.
Það er eitthvað til að stefna að.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)