Færsluflokkur: Bloggar
27.7.2006 | 10:09
Leiðinlegur vinstrimaður í Haifa
Ég rakst á vefsíðu ofvirks vinstribloggara eftir krókaleiðum. Ekki nenni ég að velta því fyrir mér hvaðan bloggarinn nákvæmlega er, en hann kallar sig Lenín. Á dögunum fjallaði hann um langt bréf og afskaplega leiðinlegt bréf, sem aktívisti skrifaði í ísraelsku hafnarborginni Haifa.
Samkvæmt Lenín mun bréfritari hafa tvisvar þurft að gera hlé á skrifum sínum vegna loftárása Hizbollah-skæruliða á hafnarborgina.
Þetta er óskaplega leiðinlegt bréf sem karlanginn dúllaði sér við að skrifa og hefði hann betur sleppt því og fundið sér eitthvað annað til dundurs á meðan loftárásunum stóð. Hann hefði til dæmis getað leitað sér skjóls undan árásunum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.7.2006 | 14:23
Hvað kom fyrir Supernova og kompaní?
Það er rólegt yfir Blönduósi eftir havaríið yfir Rockstar í nótt. Engu líkara en bærinn sé enn undir sæng. Annars var ég að velta fyrir mér hvað hafi komið fyrir félagana í Supernova og kunningja þeirra, Dave Navarro.
Félagarnir fjórir, sem seint verður líkt við frönsku Skytturnar, eru í fyrsta lagi með afar takmarkaðan orðaforða. Awesome, dope, You rock og crank it up virðast einu lýsingarorðin sem meðlimirnir búa yfir, sem er eiginlega sorglegt.
Ég veit ekki með tuskudýrið Gilby Clarke. Hann minnir mig bara ekkert á rytmagítarleikarinn í Guns'n'Roses. Svo er hann svo ægilega leiðinlegur að mesta furða er að hann hafi komist í hljómsveitina. Ef hann hefði sótt um gítarleikaradjobbið með sama hætti og 15-menningarnir hefði hann fallið út í annarri umferð. Ábendingarnar hans eru hins vegar margar hverjar gagnlegar.
En hvað kom fyrir Jason Newstedt? Hann var flottur í Metallica. Eftir brotthvarfið virðist hann hafa daprast heldur betur og lítur nú út eins og 12 ára gutti í líkama fullorðins manns.
Ég veit ekki með Tommy Lee. Hann er líklega bestur af þeim fjórum og hefur farið mikið fram síðan hann birtist í allri sinni nöktu dýrð á heimavídjóinu með eiginkonunni fyrrverandi. Ekki að það hafi nú verið neitt sérlega skemmtilegt.
Ég varð fyrir langmestum vonbrigðum með kynninginn - kóhóstinn - Dave Navarro. En hann hlýtur að hafa eitthvað meira til brunns að bera en útlitið, sem gæti fleytt honum áfram í ljótufatakeppninni. Honum virðist hafa farið mikið aftur á síðastliðnum árum líkt og félagarnir - að Tommy Lee undanskildum. En Rockstar er botninn. Ég hef reyndar ekkert heyrt í nýjustu hljómsveitinni hans, The Panic Channel. Sólóplatan Deconstruction var alltíkei en ekkert spes - og sömuleiðis tókst honum að sparka falska botninum undan Red Hot Chili Peppers og skella bandinu í nýjar lægðir.
Stjarna Navarros skein án nokkurs efa skærast þegar hann tjallaði með félaga sínum, Perry Farrell, í Jane's Addiction. Án þess að ég viti það þá vona ég að Navarro hafi eitthvað til brunns að bera og held í vonandi að hann sé jafn snældukexruglaður og Farrell.
Stórskemmtilegt viðtal við Farrell birtist í ágústhefti Playboy árið 1998, sama tölublaði og íslensku stelpurnar strippuðu í. Þeir sem eiga blaðið - sjálfur þekki ég þónokkra að sjálfum mér undanskildum - ættu að glugga í það. Jafn snælduvitlaus maður hefur sjaldan verið til að Iggy Pop undanskildum.
Jæja. Best að taka til við skúringarnar á nýjan leik.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.7.2006 | 11:57
Magninn massaði karókíið
Ég er ekki frá því að ég sé þunnur eftir að hafa setið langfram á nótt með Óskari bróður og horft á Rockstar-ið í nótt á fullu blasti. Gott ef ég er ekki með óbragð í munninum eftir hvítlauksídýfurnar sem ég bauð uppá. Óskar bróðir bauð grimmt af hristum Baileys á ís, sem við drukkum með röri.
Við byrjuðum um tíuleytið í gærkvöldi með nettum Bowie-fíling. Spiluðum Heros, Changes og fleira gott eftir breska bæsexúalistann og helltum í okkur hristan Baileys á ís sem Óskar bróðir töfraði fram af sinni alkunnu snilld.
Ekki svo að skilja að nokkur kunni að meta þennan menningarlega drykk hérna á Blönduósi. Hér drekka menn landa og bjór og mikið af því.
Við bræðurnir helltum hins vegar í okkur Baileys og höfðum gaman af... Uppað vissu marki reyndar því eins og áður hefur komið fram þá sendi ég hann upphaflega í Ríkið eftir bjór.
Óskar sá allan þáttinn og ég datt út um tólfleytið og missti af þremur fyrstu keppendunum. Sá Magna taka umsóknina um söngstarfið í Supernova með svipuðum hætti og hann notaði undankeppni Evróvisjón hérna heima á vordögum. Með öðrum orðum: hann hengdi á sig gítarinn og vældi sem aldrei fyrr.
Þetta var fínt hjá honum, ískalt og nöturlega töff. Skildi vel spurningar útbrunnu rokkaranna sem Magni er að leitast eftir að vinna með. En svörin hans voru svoldið lömuð. Hann hefði getað gert betur. Semsagt. Hann þarf ekki að laga sönginn, snyrta sviðsframkomuna örlítið en læra að svara fyrir sig með svölum hætti.
Skömmu eftir að Magninn massaði þetta datt ég aftur út og vaknaði í næstsíðasta lagi, saug Baileysið í botn og bað um meira.
Sveimérþá. Ég er búinn að tannbursta mig þrisvar í morgun en bara næ ekki þessu skrattans hvítlauksbragði úr munninum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.7.2006 | 21:59
Gay Prædað yfir Magnanum á Blönduósi
Við Óskar bróðir erum búnir að draga til okkar massamikið af gotteríi fyrir partýið þegar Magni tekur Heros eftir meistara David Bowie í sjónvarpsþættinum Rockstar á Skjá einum í kvöld.
Þetta verður nett massað kvöld, eins og einn kunningi minn segir. Hann tekur á því í ræktinni og nær nettu tani á eftir. Setur síðan upp sólgleraugun og skúrar í grunnskólanum á Blönduósi.
Hann hefði verið í sumarfríi núna hefði hann ekki tekið að sér að gera alþrif á skólanum.
En hvað um það.
Það lenti í mínum verkahring að sjá um hardkorið fyrir kvöldið. Það er að segja snakkið, ídýfurnar og poppið. Ekki sló ég af því og held að við Óskar komum til með að standa á gati þetta einum og hálfum tíma eftir að þættinum lýkur.
Óskar bróðir sá um softkorið, það er að segja drykkina. Ég lét hann fá fimmfaldan þúsara til að fara í Ríkið í dag af því karlinn á aldrei pening þegar svona langt er liðið á mánuðinn. Sagði honum að ná í eitthvað kalt og hart og mikið af því.
Hann tók vel í það og sagði sjúbbívæ eða eitthvað álíka sem hann pikkaði upp eftir Jörgeni, þegar þeir voru saman í Austurríki.Nema hvað. Haldiði að hann hafi ekki dregið upp stóra flösku af helvítis Baileys þegar hann kom heim. Sæmilega sterk, geymist í ísskáp og verður enn kaldara þegar það er hrist saman með ís, eins og hann sagði.
Oj bara.
En ókei. Svona er planið: Massamikið af poppi, snakki og ídýfum, sem verður skolað niður með kældum og hristum Baileys á ís.
Er í alvörunni hægt að fara fram á meiri Gay Pride stemningu yfir Rockstar á Blönduósi í kvöld?
Næst fer ég í Ríkið en Óskar reddar meðlætinu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.7.2006 | 14:50
Deilt um netföng hjá Orkuveitunni
Heyrði af því á dögunum að deilt sé um innleiðingu nýrra netfanga hjá Orkuveitu Reykjavíkur.
Samkvæmt breytingunni munu netföng eftirleiðis samanstanda af þremur fyrstu stöfum fornafns, þremur fyrstu stöfum föðurnafns og þremur fyrstu stöfum starfsheitis.
Margir hafa brugðist ókvæða við þessu og mun Rúnar Karlsson, sérfræðingur hjá Orkuveitunni, hafa sagt samstundis upp.
Hver vill annars hafa netfangið runkarser@or.is?
Ég veit ekki hvort nokkur Rúnar starfar þarna eður ei. En fannst þetta sniðugt. Sel þetta að sjálfsögðu ekki dýrar en vitleysingarnir á Orðinu á götunni, sem verma fyrsta sæti á vinsældalista bloggsins, selja orð sín.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.7.2006 | 12:42
Tilgangslaust markmið
Það er stundum gaman að eiga sér tilgangslaust markmið. Sumir safna frímerkjum, aðrir bókum - sem þeir lesa bara einu sinni - aðrir safna sokkum og margar konur safna skóm. Einn vinur okkar Óskars bróður horfir alltaf á Formúluna á RÚV. Það finnst okkur sæmilega tilgangslaust.
Ég hef sett mér það tilgangslausa markmið nú að færast upp á vinsældalista blog.is. Það hefur gengið ágætlega. Um þarsíðustu helgi sat ég í 250. sæti. Við upphaf vikunnar hafði ég farið upp um einhver 39 sæti og þarmeð kominn í 211. sæti. Á þriðjudag sat ég í 209 sæti, og var bara sæmilega sáttur.
Eftir nokkuð ágæta bloggviku um allt og ekkert, þó aðallega vandamál með hommaskápinn, rauk ég upp í 176. sæti á fimmtudag. En vænkaðist hagur Strympu á föstudag þegar ég skoppaði upp í 159. sæti. Með bloggi dagsins færðist ég upp um fjögur sæti. Þarna dólaði ég og ruggaði upp í 153. sæti þegar best lét. Eftir færslulausa helgi er ég kominn niður í 172.
Sem er ekkert sérstaklega sorglegt.
Ég er sáttur en set stefnuna á topp hundrað.
Maður er ekki að þessu fyrir minna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.7.2006 | 13:28
Amerískir statistar og nóboddí
Þær eru stundum einkennilegar fréttirnar í Fréttablaðinu. Í dag er sagt frá íslenska málaranum Arnóri Bieltvedt, sem hefur verið búsettur í Bandaríkjunum í 20 ár, þar af 5 ár í Chicago en þar hefur hann starfað við listkennslu og listkennslu.
Nema hvað stjarna Arnórs í myndlistarheiminum er sögð hafa hækkað vestra því þekktir einstaklingar, sem gengið hafa á rauðum dregli, hafa keypt verk hans.
Þegar rýnt er í stjörnurnar koma fyrir nöfn eins og Tim Kazurinsky, sem að sögn Fréttablaðsins ætti að vera aðdáendum kvikmyndanna um Lögregluskólann góðu kunnur, leikkonan Jessica Harper, sem komið hefur fram í myndum á borð við Minority Report og Bruce Jarchow, sem brugðið hefur fyrir í sjónvarpsþáttum á borð við Aðþrengdar eiginkonur og Seinfeld. Síðast en ekki síst er Jimmy Arias, tennisleikarinn sem varð í fimmta sæti á styrkleikalista Alþjóðlega tennissambandsins árið 1984 sagður hafa keypt verk Arnórs.
Árið 1984!
Skemmst er frá því að segja að Arias lagði tennisspaðann á hilluna árið 1994 og er nú fréttaskýrandi á bandarísku sjónvarpsstöðinni ESPN.
Skemmtilegasta tilviljunin er sú að þeir Kazurinsky og Jarchow léku báðir í fyrsta sinn saman í sjónvarpsmyndinni Avery Schreibers Live from the Second City árið 1980.
Hvaða fólk er þetta eiginlega?
Stjörnur? Einhver....?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.7.2006 | 13:04
Heildarlausnir fyrir hárlausa homma
Óskar bróðir er byrjaður að vaxa á sér lappirnar, bakið, magann og bringuna. Hann tók upp á því eftir að ég bannaði honum að raka sig í baðkerinu eftir að ég fann leggjahár fljóta í yfirborði baðvatnsins og bringuhár hrundu úr baðhandklæðinu.
Þegar hann sá auglýsingu í Ríkissjónvarpinu í vikunni þar sem lýst var yfir gæðum vaxmeðferðarplástra frá Veet þá rauk hann til, hljóp niður í Blönduapótek og keypti pakka, heildarlausnir fyrir hárlausa homma, eins og hann kallar þetta.
Hann smellti plástrunum á sig þveran og endilangan og reif í.
Ekki að það hafi virkað neitt sérstaklega.
Þetta fannst mér frekar niðurlægjandi fremur en hitt. Eiginlega asnalegt, sagði ég Óskari þegar hann bað mig um að setja Veet-vaxið á bakið á sér og rífa í. Svo beit hann á jaxlinn en átti erfitt með að kæfa sársaukahljóðin. Hann var þegar búinn að rífa af sér hárin á leggjunum, bringunni, maganum og á handleggjunum.
Enda virkar þetta ekki eins og í sjónvarpinu. Óskar liggur núna og emjar uppi í stofustófa, með rauða bletti um allan líkamann og klæjar sárlega á hverjum einasta stað. Þá eru hár og hár á stangli.
Hann grenjar auðvitað yfir því að þetta sé ekki eins og í auglýsingunni. Stelpurnar hafi rifið af sér öll hárin, bæði þau löngu og litlu. Ekkert hafi staðið eftir.
Enginn lítur við manni með hár á stangli.
Ég reyndi að lífga hann upp með því að bjóða honum í hommaskápinn. Hann vildi það ekki, kaus frekar að grenja í sófanum og klóra sér til blóðs.
Ég er viss um að þetta gengur yfir eins og allar aðrar hörmungar í Óskars bróður.Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.7.2006 | 12:06
Lítill áhugi á hommaskápnum
Fáir hafa sýnt áhuga á hommaskápnum sem við Óskar bróðir erum að reyna að losna við. Ég veit ekki hver ástæðan fyrir því er.
Helsta ástæðan fyrir því eru líklega ótti fólks við fordóma. Ótti viðkomandi yfir því að þurfa að svara foreldrum sínum, vinum og öðrum vandamönnum þegar þeir spyrja hvar sonurinn eða frændinn hafi nælt sér í skáp, að viðkomandi hafi fengið þennan fína hommaskáp á Blönduósi. Að hann hafi verið ókeypis - nú eða fengist fyrir lítinn pening.
Hjarirnar séu orðnar slæmar, bakið brotið og botninn svo algjörlega úr sér genginn af notkun að óvíst sé hvort hann verði til gagns í framtíðinni.Ætli mamma viðkomandi muni grípa andann á lofti og hjarta föðurins myndi missa nokkra takta?
Fordómar, segi ég.
Botninn, sem er ónýtur, má bæta eins og svo margt annað.
Ég skil ekki svona fordóma enda hefur skápurinn komið að góðum notum fram til þessa.
Minni á að hommanýtingin er sirka 87 prósent.
Ekki svitnaði Óskar bróðir þegar hann kom með skápinn heim, rífandi stoltur. Ástæðan fyrir því er líklega sú að hann kom út úr skápnum fyrir allnokkru og hefur ekki legið á kenndum sínum upp frá því. Hann hefur engu að síður kíkt nokkrum sinnum inn í skápinn við annan mann í góðu geimi og skemmt sér konunglega, að eigin sögn.
Samt sorglegt frá því að segja, jafnvel hálf óhuggulegt, enda berst hávaðinn víða í þessu hljóðbæra húsi okkar.
En það var ekki þessi hommaskápur sem hann steig út úr í upphafi heldur annar og miklu ódýrari, úr Ikea ef mér skjöplast ekki.
Ég held samt að fólk láti ekki fordómana trufla sig heldur sé of langt að fara á Blönduós fyrir einn skitinn hommaskáp.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.7.2006 | 10:28
Hommaskápur til afnota
Ég þarf að losna við hommaskáp. Hann er ýmist gefinn eða til sölu. Skápurinn er ágætlega nýttur og ef mér skjöplast ekki er hommanýtingin hér um bil 87 prósent. Margir þeirra sem hafa kíkt inn í skápinn taka í botn eftir að þeir stíga út úr honum og líkar það vel. A.m.k. tveir hafa hins vegar ekki stigið út til hommisma.
Ég veit þó ekki með þá og gruna þá stórlega um að hafa staðið í svolitlu hottintotti hvor á öðrum eða við annan mann. Þ.e.a.s. ekki við þriðja mann heldur sitt í hvoru lagi.
Eins og gefur að skilja sé á skápnum. Bæði er botninn og frekar snjáður og eigin galopinn svo hægt er að fara inn út úr honum á alla kanta með lítilli fyrirhöfn. Þá er bakið dottið úr honum eftir bugt og sveigjur og öfugt hopp og hí.
Ég veit samt ekki hvort tveir karlmenn hafi farið í skápinn í einu en það má vel vera.
Þá eru hjarnirnar farnar að gefa sig en líklega er nóg að setja í þær nýjar skrúfur.
Óskar lætur vel af dvölinni í honum, hann hafi gegnt hlutverki sínu stórkostlega í góðum teitum, en segir að botninn sé orðinn heldur riskí, svolítið eins og að stíga ofan í gin úlfsins - þ.e.a.s. botninn á skápnum - og ef illa fari geti maður fótbrotnað.
Það er vart hættandi á slíkt.
Þeir sem hafa áhuga á hommaskápnum, sem er úr beisaðri eik, geta nálgast hann á heimili okkar bræðra að Blöndugötu 14 á Blönduósi. Best er að beygja við Ósgötu, stoppa við Blöndubakarí og ganga afturfyrir húsið því inngangurinn til okkar er bakatil.
Sá sem hefur áhuga á hommaskápnum þarf helst að hafa með sér félaga og kerru því skápurinn er nokkuð þungur. Við Óskar getum hjálpað til við að bera hann niður því stiginn upp til okkar er frekar þröngur og þessvegna þarf svolítinn liðleika til að smeygja honum eftir ganginum.
Endilega látið heyra í ykkur ef þið hafið áhuga á hommaskáp.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)